Opera of her, spring

Samið fyrir Nýlókórinn, frumflutt í Nýlistasafninu 2018 Kórinn: Tekur undir ómstríðar stunur, þær lengjast. Andað er frá sér í gegnum opinn munn: Haaaaaaaaaaa, haaaaaaaaaa. Haaaaaaaaaa, haaaaaaaaaaa, haaaaaaaaaa, Haaaaaaaaaa, Haaaaaaaaaa, (Andardrátturinn breytist smá saman í): Je T’aime, je T’aime , je T’aime, je T’aime. Je T’aime, je T’aime , je T’aime, je T’aime.  Je T’aime, je …

Þegar hann sefur er hann að vinna

Act alone 2018 einleikur Brot úr handriti: (Ragnar strýkur andlit sitt ofurblítt og varfærnislega) Ragnar: (Berskjöldun) Eina vörnin sem ég á eftir er að loka hjarta mínu. Ég var að vinna fyrir þig, þeir sem sofa eru að vinna. Rödd: Það þarf að prenta stórt upplag, mikil dreifing. Ragnar: Mikil dreifing. Rödd: Stórt upplag. Hendur …

Woman in Love

  2018 Beyond human impulses í samstarfi við A-Dash og Cheap art  Aþena Grikkland Ingibjörg teygir sig í átt að Bryndísi og blæs vaipe gufu í gegnum hendur sínar Bryndís: Run for the hills, run for your life. Ingibjörg lyktar af liljum, dettur í gólfið.

Rökrásin

Eldri hjón, sem hafa ekki farið út úr húsi í þrjátíu ár, hafa ákveðið að opna útvarpsstöð.Ólöglega útvarpsstöð. Þau gefa henni nafnið Rökrásin og er hún í loftinu núna. Opið er fyrir símann allan sólarhringinn og inn hringja sálir, pör, sem eiga það sameiginlegt að vera föst í samböndum, föst í hringrás árstíða, líkt og …

Mamma og hurðin á milli okkar

  2013, partur af verkefninu ReMap 4. MALTA CONTEMPORARY ART –       Móðir: Steinunn Guðlaugsdóttir Dóttir: Ingibjörg Magnadóttir Ingibjörg: Ég var að hugsa, ég var að spá… Steinunn: …Hvað? Ingibjörg: Ekki neitt. Steinunn: Þarf ég að banka aftur, ég er móðir þín. Ingibjörg: Já, bankaðu aftur.  (Steinunn bankar nokkrum sinnum)  Steinunn: Sefur þú með lokaðan …

Distanza

Stuttmynd um tengingar milli þriggja einstaklinga. Handrit og leikstjórn Ingibjörg Magnadóttir Tökumaður og klipping Fabio Marcheggiani Framleiðendur NUA og Little Constellation Tungumál: Ítalska, lengd 10.mín Tekin upp í San Marino 2014 – kláruð febrúar 2015     

Dreymdi í nótt að oddný systir mín hefði gefið mér rauða skólatösku úr leðri. í fremsta hólfinu var stimpilmerki sem á stóð Loftleiðir með merkingunni 111 á tveimur stöðum. Þar var líka box með tannstönglum. Síðar í draumnum var ég með performans, ég lá upp í sófa og las og talaði. Við hlið mér lýsti yfirlesari bókina …

Draumablogg

  Mig dreymdi að Bjarni Ben var í heimsókn hjá okkur Gauta. Þetta er fyrsti draumurinn sem að mig dreymir á nýju ári 2013. Hvað veit þetta á?

Það velur sig sjálft saman

Flutt í Þjóðleikhúskjallaranum “Leikhúsi Listamanna” 2011 Gjörningurinn var fyrsti þáttur af fjórum í hjónagjörningnum. Í gjörningum verða þau hjón. Ég hef lofað að vera þér trú – ég er trúlofuð þér. Fjórleikurinn  “Það velur sig sjálft saman” – Þau gifta sig “Panik óskar sér” – Hjóna líf “Angistin í núinu” – Þau skilja “Plantan Elskar …

Panik óskar sér

2011 Fyrst flutt á Leikhúsi Listamanna í Þjóðleikhúskjallaranum 2011  “Wonderland” Riff (Reykjavík film festival) Iðnó. Gjörningurinn var þriðji þáttur af fjórum í hjónagjörningi og fjallar um konu sem hittir sjálfan sig úr framtíðinni. Leikendur: Ragnar Ísleifur Bragason   :  Hann Ingibjörg Magnadóttir        :  Yngri Hún Steinunn Guðlaugsdóttir   :  Eldri Hún     …

Angistin í núinu

Fyrst flutt: Malta Contemporary Art Foundation 2010 Flutt í Þjóðleikhúskjallaranum “Leikhúsi Listamanna” 2011 Leikendur: Ragnar Bragason                      : Ingibjörg Magnadóttir Hún á mann – fyrrverandi mann sem er töluvert eldri en hún. Á gólfinu er grá motta – motta eins og sést á opinberum stofnunum. Tissjúbox …

Upplestrar og videóljóð

2006 Nýhil Ljóðakvöld og Listahátíð Reykjavíkur. Listasafn Reykjavíkur. Orðið Tónlist Fjölljóðahátíð. Videoljóð Þar “segi” ég, en það þýðir að ég kem fram með óskifaðann texta. Konan sem “sagði” þetta kvöld, var að spyrja sig að því hvort að það væri rétt að kona þyrfti sjö menn til að jafna sig á einum. Hún fór yfir stjörnumerki mannanna …

Þögnin, klisjan og óttinn

2010 fabbrica del vapore, Milan – Mílanó Ítalía  Il silenzio, il cliché, la paura Visione d’amore  Gjörningurinn var fluttur á Ítölsku. Þögnin,  Klisjan, Óttinn  a wison of Love  Gjörningurinn er ljóðrænn, örvæntingafullur og er fluttur á hægu tempói. Trú mín er sú að allt sem við köllum mistök  er í raun og veru hönd  Guðs að hafa áhrif …

Zen dómarinn

Leikarar: Zen Dómari: Haraldur Jónsson. Öryggisvörður: Karl Gauti.                   Kona undir sæng: Ingibjörg Magnadóttir Brot úr Fyrirlestri Zen Dómara. Jóladagatalið Norrænahúsið 2009 Öryggisvörður hleypir fólki inn í fyrirlestrarsalinn, rennir moppu yfir smá blett áður en hann vísar Zen dómaranum inn í sal. Á gólfinu liggur kona undir hvítlakkaðri …

Þrír gjörningar

Leikhúsgjörningar í Tjarnarbíói 2005 Í samvinnu við  Kristínu Eiríksdóttur Fluttningur : Einn klukkuutími, þrír gjörningar Afrískur kvenprestur:  var fyrst fluttur fyrir Norænu ráðherranefndina í Norrænahúsinu. Blindar sýna :  var áður fluttur í Nýlistasafni Íslands Kynlífsgjörningur :  Frumflutningur í Tjarnarbíó Til samstarfs við okkur fengum við : Hörð Bragason, Orgelleikara Grafarvogskirkju og hljómsveitarmeðlim í Apparat Davíð …

The Island

Leiksýningar 2012   “The Island Asperg Theater  Winnipeg. Núna Now 2011   “The Island” Gamla Bíó. Lokal Leiklistarhátíð Reykjavík Kanadískt-íslenskt samstarfsverkefni.  Samið og flutt af – Arne MacPherson, Freya Olafson, Friðgeir Einarsson and Ingibjörgu Magnadóttur Ljósahönnun – Hugh Conacher Tónlist – Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) Æfingastjóri og dramatúrg –  Margrét Bjarnadóttir Framleiðendur – Núna Now og Lokal Leiklistarhátíðin. Styrkt af – Mennta …

Pakkhús postulana

Í samvinnu við Kristínu Eiríksdóttur  Listasafn Reykjavíkur  2006 Löngun okkar var að búa til leikhús/Performanshús inni íListasafni Reykjavíkur . Performanshúsið afmörkuðum við með drapperingum. sem voru á rennum í loftinu og gáfu þannig tækifæri til að opna “leikhúsið” og færa upp innsetningar. Inn í þetta litla leikhús fengum við til samstarfs aðra listamenn úr hinum …

Leikhús listamanna

2004 – enn starfandi Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ástrós Elísdóttir og fleiri óvæntir gestir hafa sett upp nýleg verk á sviði Þjóðleikhúskjallarans. Uppsetningin verður nokkurs konar blanda af  “Soirée” eins og það var kallað í París á sínum tíma, og “Leikhúsi Listamanna”. Kvöldstund þar sem listamenn …

Holdkórinn og hulduorkan

Eftir Ingibjörgu Magnadóttur og Kristínu Eiríksdóttur Flutt Safn Sequences 2006 Unglingar horfa á áhorfendur gegnum glerið, týnast svo út fyrir. Þau tala ísl-ensku.  Böddi spilar Lág stillta óperu, Imma og Stína: Imma situr á stól, Stína liggur. Hjón sitja aftarlega (hjónaportrett). Hönd konu á apapúls mannsins. Dansinn okkar hefst, Imma stendur, Stína engist, Böddi byrjar að spila. Kafaragaurinn ryður sér braut …

Hljóðlaust ljóð

Leikhús Listamanna Þjóðleikhúskjallarinn 2012 Leikendur: Saga Sigurðardóttir : Rómantíkin, Gísli Pétursson: Ungi dansarinn, Ármann Reynisson: Skuggi, Ingibjörg Magnadóttir: Sú sem les í ljóðið Ármann: Situr í horni vinsta megin sviðs. Gísli: Bíður bak við tjöldin hægra megin. Saga og Ingibjörg: Liggja hlið við hlið á gólfinu. Saga: Startar gjörningum með Butha dansi, hægur dans. Ingibjörg: Stendur upp og kemur inn í dansinn hjá henni. Gísli: Skríður undan …

Ég er fræg

NÝLISTASAFNIÐ OPNUNARGJÖRNINGAR FYRIR NÝJA STAÐSETNINGU Á NÝLÓ 2010 JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR HIP HOP KONA ELDRI INGIBJÖRG MAGNADÓTTIR HIP HOP KONA YNGRI Jónína og Ingibjörg sitja á stólum með bakið örlítið frá hvor annari. Ingibjörg stendur upp og dansar við lagið ” You got the Love” eftir dansinn sest hún aftur á stólinn. Jónína stendur upp af …

HÁVERULEIKI

2002 Regnboginn  Háveruleiki er listræn kvikmynd þar sem kvikmyndaformið er tekið til endurskoðunnar. Í raun má segja að myndin sé á landamærum myndbandsverks og kvikmyndar. Myndin fjallar um þrjú ástarsabönd sem eru að liðast í sundur fyrir áhrif sértrúarsafnaðar sem kallar sig Háveruleika. Farið er inn í marglitað sálarlíf persónanna og veruleikinn er í raun …

Watervatn

La Biennale Di Venezia 52nd Skúlptúr og teikningar unnar með Steingrími Eyfjörð og sýnt á sýningunni hans “The golden plover has arrived” Steingrimur Eyfjörd: Watervatn (exhibition view), 2007 In collaboration with Ingibjörg Magnadóttir Water, bottles, plexi-glass, toy model paint, cloth 44,5 x 38 x 25,6 cm