Flæðarmál

 

Reykjavík 2014

Ljóðabók

Heiti: Flæðarmál

Bikar

Ég bara stakk hendinni i inn í fjallið

Og dró eitthvað langt og mikið út

En aumt var að eiga eitthvað svona einn

sem enginn annar sér

Því fór ég aftur og náði í það sem ég vildi fá

Í þetta skipið bikar

 

Ég drakk

En ekkert kom

Það rann í gegn

 

Svo ég þurfti að skilja

Og skila því sem ekki var hægt að skipta

 

Stundum horfi ég á fjallið

En ég hunsa kallið

 

Það er svo skrítið dót í fjöllum

***

Fjallið

Það var breytt yfir fjallið

Ég kom ekki nálægt því

Einhver annar kom með lakið

 

Og þegar voraði átti að jarða

En sífreri jörðu var í

Svo fólkið fór að ótttast

 

Það átti eftir að

Blessa

Messa

og

Kveðja

Það horfði á þessa vofu

Minningu um sig

 

Og um sumarið tók ekki betra við

Fjallið fór að skemmast

Daun í vit og undir

 

Svo allir þurftu að flytja

Þetta var ólífis líf

En yfir fjallið þurfti að fara

Hver var að þora því?

 

Ekki var hægt að stytta sér leið

Þetta varð að vinnast

Og fótgangandi lagði af stað

Í hópum gekk

Margir særðust

Að klofa lík af heilu fjalli er ekki hægðarleikur

 

Aðrir fóru til baka

í draugaleik þau léku.

Ég sé þau ganga

 

 

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *