2004 Stofnað

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ástrós Elísdóttir og fleiri óvæntir gestir hafa sett upp nýleg verk á sviði Þjóðleikhúskjallarans.

Uppsetningin verður nokkurs konar blanda af  “Soirée” eins og það var kallað í París á sínum tíma, og “Leikhúsi Listamanna”. Kvöldstund þar sem listamenn deila nýlegum verkum  með sjálfum sér og áhorfendum

Leikhús Listamanna” var upphaflega stofnað í Klink og Bank árið 2004. Þar komu saman listamenn úr öllum áttum og sviðsettu listaverk sín. Verkin voru sjaldan æfð fyrirfram, og léku listamennirnir í verkum hvors annars.

Soirée” kvöld hafa verið haldin nokkrum sinnum í heimahúsum listamannanna síðastliðið ár í Reykjavík en þau ganga út á það að fólk hittist í húsi og stígur á stokk. Í raun og veru gildir það einu hvað fólk gerir.

Aldrei er hægt að vita við hverju er að búast á kvöldum sem þessum.