Dreymdi í nótt að oddný systir mín hefði gefið mér rauða skólatösku úr leðri.

í fremsta hólfinu var stimpilmerki sem á stóð Loftleiðir með merkingunni 111 á tveimur stöðum.

Þar var líka box með tannstönglum.

Síðar í draumnum var ég með performans,

ég lá upp í sófa og las og talaði.

Við hlið mér lýsti yfirlesari bókina sem ég var að lesa.

Þarna var einnig íslenskufræðikennarinn Berglind.