Draumablogg

20. 11.2020

Dreymir konu, við erum staddar í niðurníddu húsi, það lekur og er myglað, húsið er að hruni komið.Það er partý, gömul andlit frá rave tímanum. Allir drukknir þar á meðal konan. Það eru vinkonur þarna. Ég segi við eina þeirra að mér finnist hún ekki hafa komið vel fram við mig. Hún hlær, henni finnst þetta einmitt öfugt farið. Hún verður sérstaklega illkvittin og segir hinum vinkonunum frá þessu. Segist vera með pappíra upp á að ég sé Bipolar. Ég segi að það skipti engu máli þar sem ég sé ekkert í felum með það. Það er tveir Sheffer hundar í draumnum, ég gef þeim að borða en er skömmuð fyrir það.Kyssi einhvern strák sem hafnar mér. Partíið verður stjórnlaust, bíll keyrir inn í bygginguna. Gabríaella friðriks kemur, faðmar mig, henni var skítsama um Covid 19. Hún segir mér að Daníel Ágúst vilji ekki tala við hana lengur, talar illa um hann.

——————————————————————-

17. 10. 2020

Mig dreymir að ég og Gauti erum búin  að festa  kaup á annarri  íbúð sem er á Laugaveginum. Íbúðin er  sérstök og við bætum við kaupin ónýttu svæði sem hafði legið á milli íbúða. Við ætlum að breyta íbúðinni mikið. Gera tvennar svalir og stofu í aukarýminu. Við áttum mikið af vatni, það tilheyrði hverfinu og lak í stríðum straumum niður báðar svalirnar sem voru allt í einu komnar upp. Fyrir neðan svalirnar voru svört kör sem fólk kom utan af götu til að baða sig. Það var vatnsskortur annarsstaðar. Ragga kemur í heimsókn, við ræðum edrúmensku og íbúðarkaupin.Við tölum um hvað það verði næs fyrir okkur Gauta að borða í nýju stofunni. Mér fannst samt í draumnum að við ættum að sitja á eigninni á Þingholtsstræti. Ég var búin að gera lista yfir fólk sem mig langaði að hitta, einn þeirra var Goði, gamall vinur sem býr í Kaupmannahöfn. Þar sem ég stend við eldhúsvaskinn sé ég hann út um gluggann. Ég kalla á hann og hleyp svo niður. Við föðmumst innilega, ég nefni Corona vírusinn og furða mig á óttaleysi hans.

—————————————————————–

11. 10. 2020

Mig dreymir að það er komin borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Ég er hissa á því að það séu skriðdrekar í miðbæ Reykjavíkur.

———————————————————

30. 08. 2020

Gauti kom akandi á bílnum okkar, bílinn var fullur af blómvöndum.

————————————————————–

26. 07. 2020

Mig dreymir að Anna Tara var búin að kaupa sér mikið af nýjum fallegum fötum

——————————————————–

24. 07. 2020

Ég hef hafið nám í söngskóla íslands. Námið er á Háskólastigi og stundaskráin mjög spennandi. Steinar Bragi er líka að hefja þar nám. Raggi Braga er búinn að opna forngripaverslun. Ég ramba þar inn, Friðgeir mætir með verðlaun. Ég man ekki fyrir hvað en ég fékk silfurlitaða plastrós. Stilkurinn líktist  grönnu mittisbelti.

——————————————————-

21. 07. 2020

Mig dreymir fjóra vini, alla í ólíkum aðstæðum. Einn þeirra var ný búinn að eignast lítinn strák, hvorki hann né mamma hans höfðu mikinn tíma til að annast hann. Næsti vinur hafði verið að vinna hjá Guðfinni geðlækni en var að hætta þar. Ég skoði stofuna og var að spá í að taka herbergið á leigu, en inn í henni var svo mikið af skápum að ég sá að þetta hentaði ekki. Annar vinur átti dóttur, hún var nakin, ég faðmaði hana og sagði við móðurina að hún væri mjög sérstök. Hún þyrfti að ráða sinni för sjálf. Annar vinur, við vorum saman að mála, það voru margar opnanir þennan dag.Við ætluðum að fara á þær allar. Draumurinn var flóknari og meiri tákn komu fyrir.

—————————————————

20. 07. 2020

Mig dreymir tvo drauma. Í örðum þeirra er ég að halda upp á afmælið mitt. Ég held upp á það á stærðarinnar risi.  Gjörningaklúbburinn færði mér gjöf en flottasta gjöfin var spil sem Þorgerður útvarpskona gaf mér. Hún gaf mér stærðarinnar borð spil, á spilaborðinu sjálfu sem er margir metrar er mynd af Íslandi. Gömul vinkona kom, hún er búin að raka af sér allt hárið. Hinn draumurinn er um evru seðilinn, það á að taka hann úr umferð.

—————————————————————————

18. 07. 2020

Ég var stödd í þvertrúarlegri miðstöð og er búin að týna einstakri bók, sérstöku trúarriti sem mér hafði verið gefið. Fólkið í miðstöðinni vildi selja mér námskeið í Kristinfræði. Ég finn á endanum bókina mína, forsíðan sem var úr gleri var brotin. Hún var árituð mér svo fólkið í miðstöðinni leifði mér að fá bókina.

—————————————————–

12. 07. 2020

Mig dreymir að ég og Anna Tara sitjum andspænis Dorrit Moussaieff

Við erum á Hótel Holti.

ég segi Dorrit  að Anna Tara sé Búddískur djákni og Sálgætir.

——————————————————

30. 06. 2020

Mig dreymir að risastór Gullörn kom fljúgandi til mín,

hann settist í eitt horn íbúðarinnar.

Vænghafði var gríðarlega stórt og mikið.

Vernd kom með fuglinum.

————————————————————

Mig dreymir að

22. 05. 2020

Presta vinur minn hringir í mig og vill ræða

við mig um skömm og varnarleysi.

Ég er stödd í boði með Brene Brown og legg frá mér símann,

Ég spyr Brene hvort hún sé til í að tala

við vin minn um skömm og varnaleysi.

Þegar ég kem aftur í símann er hann búinn að leggja á.

Við Brene ræðum málin.

Ég var með tattú á lærinu, Anna Tara les í táknin.

Hún segir mér að þau umbreyti þjáningu og hinu illa í blessun.

Ég verð mjög ánægð með tattúið, það hafði ég ekki verið fram að þessu.

—————————————————————–

09. 05. 2020

Mig dreymir að kona sem ég þekki kemur með ungan son sinn  til mín.

Kristín L. er þarna með mér og hún byrjar á

því að spyrja drenginn spurninga.

Mér fannst aðferðin ekki alveg rétt svo ég bið hana að fara fram.

Þegar drengurinn opnar á sín mál förum við á

svipstundu á myrkvað svæði.

Ógnvekjandi svart svið með myrkum öflum.

Ég næ með einu handabandi að bægja myrkrinu og hinu illa frá.

Við færumst inn á gott svið.

———————————————————–

23. 04. 2020

Ég er í tíma hjá Margréti Blöndal.

Hún er komin með nýja stofu, EMDR stofan hafði flutt sig út á land.

Stofan hennar var í kjallara en hún benti mér gríðalega lofthæð

herbergisins.

Hún var einnig með svefnherbergi þarna og ég hugsaði með mér að það

væri þægilegt fyrir hana ef hún væri að vinna fram eftir.

Stofuna hafði hún innréttað með gömlum húsgögnum frá áttunda

áratugnum.

Seinna í draumnum er ég stödd í íbúðinni hennar, ég ligg í sófanum og er

að horfa á sjónvarpið.

Soffía kemur og ætlar að setjast hjá mér en ég bið

hana um að setjast frekar í sófastólinn.

Ég faðma Margréti og sé þá að hún er ungur karlmaður.

Inn í brotnum viðarvegg var pínulítill kettlingur.

Ég hugsa um að opna stofu hjá þeim en þetta var of langt í burtu frá

Reykjavík.

Þetta er í þorpi, Jónsi er á vappi fyrir utan.

——————————————————————

07. 04. 2020

Mig dreymdi börn í nótt.

Jógakennari sem ég þekki átti eitt barnið en Vera hitt.

Jógakennarinn sagði klökk: Það má ekki svíkja mig.

——————————————————————–

05. 04. 2020

Dreymdi að ég fór í heimsókn til nágrananna.

Ég mæti kviknakin.

Breytt svið,

Ég á samræður við mann um að það sé mjög gott að

setja upp vatnsbrunna í fátækari þorpum í Afríku.

Það séu mörg þorp sem hafa ekki brunna.

————————————————————-

03. 04. 2020

Ný íbúð, ranghalar og salir.

Hlynur leikari bjó þarna,

hann vann við sorphirðu og hann átti tvíbura.

Ég var á rafmagnshjóli að reyna að komast heim.

Ætlaði að fara eina leið en fór aðra.

Guðmundur Ragnar

hafði sett afklippta svarta þvottaupplýsingaflipa

af fötum í eitt horn heimilisins.

Ég hugsaði, þetta eru galdrar og henti þessu.

Hitti Stínu,

við flökkuðum um KRingluna

—————————————————

27. 03. 2020

Við Gauti erum upp á Landsspítala að bíða eftir að komast í sýnatöku.

Sýnatakan heppnast ekki, við þurfum að mæta aftur næsta dag.

Gauti er rennandi blautur,

ég segi lækninum að hann sé bara að grínast,

að hann hafi sjálfur skvett framan í sig vatni.

En svo fara að renna á mig tvær grímur,

kannski er hann kominn með Covid 19.

Breytt sviðsmynd, við erum á þingholtsstræti.

Guy er á leiðinni til okkar frá Israel.

Ég átta mig strax á því þegar hann kemur inn götuna í rútu

að hún er full af fólki sem var frá Kibútsinu

sem ég bjó á þegar ég var tvítug.

Þau vilja faðma mig.

Ég reyni að útskýra reglurnar.

——————————————————————————-

18. 03 2020

Mig dreymir að Hekla sé farin að gjósa.

Ég hugsa með mér í draumnum:

Af hverju tók ég ekki mark á gosunum sem að ég sá í tveimur kaffibollum.

————————————————————————-

04. 02. 2020

Dreymdi að við Ásdís vorum að vinna í sömu bíómyndinni.

Ég leikstýrði einni senu.

Það komu mjög margir að myndinni.

——————————————————-

18. 02. 2020

Ragnar Helgi biður mig að gæta að bókasafni föður hans.

Það voru þrjú herbergi í draumnum og þrjár plötur,

ein eftir David Bowie.

Ég hugsaði um allar bækurnar sem þurfti að henda.

Það var opið út á svalir,

ég hræddist hver myndi koma inn.

—————————————————–

15. 02. 2020

Dreymir að við Gauti erum búin að kaupa nýja íbúð.

Það var eins og þetta væri ekki hér á Íslandi.

Íbúðinni fylgdi veitingastaður,

stór garður með sundlaug sem sameinaðist hóteli og næstu bæjum.

Hjá sundlauginni sá ég Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Ben í innilegum faðmlögum.

Natalie og Ýr voru í vinnu hjá mér,

ég grunaði þær um að vera að stela frá mér.

Alda Lóa kom í heimsókn og sagðist bara vilja hvíla sig í hengirúmi,

vildi fá að svífa aðeins fyrir ofan jörðina.

Það voru köngulær og kakkalakkar þarna,

Anna Tara sagði að það skipti engu máli og fussaði yfir þessari smámunsemi.

Ég fann síðan Tobba sem hafði lagt sig í fötu hjá tusku sem var terpentína í, hann var með lítið lífsmakar.

Ég blés í hann lífi.

——————————————————————-

14. 02. 2020

Við Gauti eru búin að kaupa nýja steinsteypta íbúð,

það koma nokkrir úr Sálgæslunni í heimsókn.

Þau fara fljótt, og gleyma hálfpartinn að kveðja.

Einhverjir eru eftir.

Það er smá leki, á baðinu, ég næ að hreinsa stíflu, segi Gauta það.

Ég bið Gauta um að leifa mér að hafa einn lampa,

lampa sem teiknar upp munstur á blámálaðan vegg.

Hann segir að það þurfi að þræða þá fyrir rafmagni.

Sara Dögg er í boði sem ég er með.

 Ég segi konunum í boðinu að ég sé eiginlega alveg hætt að vera listamaður.

Hún segir að ég eigi að láta alla lúðra blása.

Destiny´s Child búa í næstu íbúð.

Ég hafði beðið Vigfús um að senda mér sms til að vekja mig,

Ég sendi honum skilaboð um að ég sé vöknuð.

Hann sendir til baka eitthvað um daggar dropa á laufi og hlæju karl.

Breitt svið, ég er í lest, það er karlmaður að áreita mig,

ég hringi neyðarhnappi,

lestin stoppar, ég stugga manninum út. Lítið mál.

————————————————————————

04. 02. 2020

Ég er í hrikalegu kaosi,

á von á fólki á stofuna, ofbókað.

Flý staðinn, tek óvart vitlausan síma,

hann er með brotinn skjá.

Sé sms tilkynningar á skjánum.

„Nú er ég orðin hræddur um þig“.

Ég kúka í buxurnar, hendi kúknum á víðavangi.

Ég er að hlaupa á milli herbergja og stofunnar.

Svo birtist Jhonny Depp.

Hann er fullur, spyr mig út í hvort Gauti elski mig.

——————————————————————–

02. 02. 2020

Gummi og Aline eru komin heim,

ég spyr hvort að barnið sé eitt á spítalanum.

Þau svara því játandi.

Ég á samtal yfir síma við gamla vinkonu,

það er mikil spenna á milli okkar.

Hún reiðist mér og ég segi nafn hennar og bæti við mín,

dæsi og slít símtalinu.

Seinna hitti ég hana,

ég segi að sumir fari þá leið að verða líkamlega sterkir,

sterkir til að verja sig og að það sé gild leið.

Við tökum karate spörk út í loftið.

—————————————————————-

30 .01. 2020

Mig dreymir mikið ketti,

hangandi á snúrum.

Hífða upp á snúrum.

Ég vil fara til að skoða höfn.

Höfnin á að hafa verið eyðilögð af Hrafni Gunnlaugssyni.

Ég tek bát með Önnu Töru og Gauta.

Í bátnum stígur Guðfinnur út úr einni káetunni.

Við föllum strax í faðma,

hann sér síðan Önnu Töru og verður mjög hissa.

Spyr hvernig við þekkjumst.

Allt í einu tek ég eftir að hann er bara ungur drengur.

Ég velti því fyrr mér hvort að þetta sé sonur hans eða frændi.

Ljónas og fleiri kettir eru á bátnum.

Allir í hættu.

——————————————————————————

19. 01. 2020

Undarlegt umhverfi,

við Gauti erum einhvern staðar út í sveit eða útlöndum á stórum sveitabæ. Magga Bjarna er þarna.

Magga byrjar á því að fá eitthvað í augað og er mjög kvalin.

Ég leiði hana að sturtu,

hún getur ekki haft augun opin,

hún þarf að treysta á mig til að vísa henni veginn.

Þegar við komum að annarri sturtunni þori ég ekki að slá inn rafmagnið.

Ég segi henni að við þurfum að fara í útisturtuna,

hún er við eldstæði þar sem svettið er.

Breytt svið í draumnum,

ég Gauti og Agnar vinur Gauta erum í Norðurbrún.

Við Agnar förum göngum upp á holtið,

þegar þangað er komið dregur hann upp sveðju.

Ég sé að hann er mjög týndur og líður gríðarlega illa.

Hann ætlar að drepa mig en ég spyr hann hvað hjartað segir.

Ég er ekki beint hrædd.

Hann segir að hjartað segi nei.

Ég næ af honum sveðjunni og við förum aftur upp í Norðurbrún.

Þar tek ég eftir að flennistór gluggi stendur upp á gátt.

———————————————————————————

14. 01. 2020

Ég er stödd með Gauta í einhverju undarlegu bíóhúsi,

við erum að fara að sjá heimildarmynd eftir Guðmund.

Ég tek eftir því mjög fljótlega að fólk fer að týnast út úr salnum.

Mér er litið til leikstjórans og sé að honum er brugðið.

Enn fleiri yfirgefa salinn og þá fyrst tek ég eftir að gólfið er þakið maurum.

Maurar sem heita Mjólkurkýr og þeir gátu bitið.

Við hröðum okkur út,

ég er allt í einu komin í skoðun hjá hjúkrunarfræðingi.

Ég furða mig á þessari einkaþjónustu.

Gauti er með mér,

ég er með vasaljós sem ég lýsi með undir pilsið.

Geng úr skugga um að ég sé ekki með maur innanklæða.

Allt í einu tek ég eftir maur sem ég næ að kremja,

ég sýni ótrúlega viðbragðsfærni.

Ég sé samt strax að þetta er ekki maur heldur húsfluga,

ég sé aðeins eftir að hafa drepið.

Draumurinn skipir um svið,

ég er komin til Nepal með Snorra Ásmunds.

Ég segi við hann að ég hafi varla fundið fyrir fluginu,

það hafði tekið svo fljótt af.

Ég er með perlaða hálsfesti sem slitnar,

Snorri bindur hana saman,

stelpa sem ég kannast við sem heitir Guðrún reynir líka við þetta.

Festin fer aftur í sundur.

Mér tekst síðan upp á eigin spýtur að binda fína þræðina.

Aftur skiptir draumurinn um svið,

við Gauti erum að fara að sjá verk eftir Antons Tsjekhovs.

Á leiðinni í leikhúsið hittum við Gunnar Þorra sem ég faðma innilega.

Þegar við komum inn í leikhúsið átta ég mig á því að þetta er bíómynd.

Myndinni er varpað á ferhyrndan spegil,

fólk situr í rúmum og á gólfinu.

Ég fussa hálfpartinn og finn að ég nenni þessu ekki.

Ég horfi samt á upphafsatriðið.

Fólk , gólfið á ganginum er rautt með svörtum penslastrokum.

Klippt við ökkla.

——————————————————————-

13. 01. 2020

Systkini mín Oddný og Gummi eru bæði í draumnum.

Ég er að reyna að fá að  Oddnýju til að samþykja

að við Gauti mættum koma með í skíðaferð til Svíþjóðar.

Ég keyri svo af staðnum sem við vorum á, góðu hóteli,

ég var á rafmagnsbíl og átta mig á að ég kann ekki almennilega á hann.

Ég næ síðan tökum á einskonar fjarstýringu sem stjórnar bílnum og sný við.

Þegar ég kem aftur á hótelið er Oddný þarna ennþá og Marta María.

Við tökum spjallið og ég fer að segja henni hvað ég dáist að henni.

Dáist að dugnað hennar, þar sem að hún eigi fatlað barn.

Þegar ég er að tala um barnið hennar brest ég í grát.

Hún áttar sig strax á hvers vegna og tekur mig í fangið og faðmar.

Hún er svo hlý og yndisleg, huggar mig og hughreystir.

Mjög fallegt andartak.

——————————————————————————–

16. 12. 2019

Pabbi hringir,

segir að séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson ætli að koma heim til mín.

Ég var hissa að hann ætlaði að koma í húsvitjun.

——————————————————————

15. 12. 2019

Mig dreymir að ég og æsku vinkona mín

komum út af fyrirlestri hjá Jordan Peterson.

Við gistum heima hjá honum.

Það er mikið af ungu fólki sem gistir þarna líka.

Ég hugsa, það er mikið kaos á húsinu,

þetta hlýtur að fara illa í hann.

Ég sé hann á nærbuxum og hlýrabol,

hann er gríðarlega sorgmæddur eftir að halda fyrirlestur,

ég finn til algjörrar samkenndar, líkist ást.

Við erum í bæ fyrir Norðan,

ég hef orð á hvað þetta sé skemmtilegur staður.

Fer inn í búð og skoða spiladósir,

sé að þær eru eftirlíkingar svo ég sleppi því að kaupa nokkuð.

Við erum á leiðinni í sund.

Vinkona mín talar um að fara í þessa innri vinnu,

ég segi henni frá að heimurinn verði góður,

þar sem þú þarft ekki að varpa skugganum lengur á heiminn.

Ég er með herbergi þarna,

kannski heima hjá Jordan Peterson,

hún kemur í tíma, frís og fer úr tímanum.

Ég segi henni að hún yrði að treysta til að vinna þessa vinnu.

Hún var sammála.

Svo kemur Jordan í tíma hjá mér,

hann leggst í sófann og ég sit með honum.

Við höldumst í hendur,

það eru svo miklir straumar á milli okkar að á endanum gengur hann út.

Annar lítill og væskilslegur maður kemur í tíma,

þá er ég komin með nuddbekk.

Gauti er í herberginu,

ég nudda hann og hann verður kynferðislega æstur.

Ég hendi honum út,

ég og Gauti heyrum í honum fá fullnægingu fram á gangi.

Urður Hákonardóttir sem er líka í húsinu hjá Jordan Peterson,

hún kemur með skaðabætur.

Eftirprentun af fimmhundruð króna seðli og gríðarlega stóra rauða tösku.

Í hana hefðu tvær manneskjur hefðu komist fyrir í.

Þegar ég og vinkona mín keyrum út úr bænum lendum við á hálkukafla,

ég bendi henni á hann áður en hann nálgast.

Hún snar hemlar og bílinn hvolfir,

ég lyfti honum og kem honum aftur á fjögur dekk.

Enginn skaði skeður.

——————————————————————————-

30. 11. 2019

Mig dreymir að vestur íslendingurinn Arne Macphearson sé að berja mig.

Ég kalla á Gauta en ekkert hljóð berst úr hálsi mínum.

——————————————————–

23. 11. 2019

Ég er að undirbúa ferð með Hörpu og fjölskyldu til Afríku.

Man ekki hvað landið hét.

Ég hringi í Hörpu en hún segir mér að hún vilji hætta við ferðina.

Hún hafi talað við Unnar og hann sagt að þetta væri of hættulegt ríki.

Breytt svið, ég er að láta mig fljóta í fjöru.

Með mér er barn

Ég bendi því á svarta línu í sjónum sem segir til um hversu langt við megum

fara.

Margrét Blöndal er í draumnum,

hún segir mér að ég sé leið en ekkert of leið.

———————————————————–

16. 11. 2019

Bergur Ebbi er heima hjá okkur Gauta.

Hann er búinn að breyta öllu.

Hann telur upp stig þróunar.

Fyrst þarf Shaman að koma

—————————————————

11. 11. 2019

Flóknar og miklar draumfarir.

Félagi úr Ritlistinni er að leigja sér herbergi í hverfinu.

Forstöðumaðurinn í vinnunni sporar út með krít sem ég hef verið að þrífa upp.

Hún segir að þetta sé lítið mál.

Ég tala um hversu erfitt sé að þrífa krít,

það viti ég út af myndlistarbakgrunni mínum.

Nýtt svið í drauminum ,Við erum hópur saman.

Atli hennar Unnar og einhver annar segja mér að þau hafi greinst með Perthes.

Þeim var hinsvegar ráðlagt að fara ekki í aðgerðina.

Ég grét.

——————————————————-

29. 10. 2019

Mig dreymir að ég og Magga Bjarna

erum að reyna að útvega okkur sígarettur.

Við erum í óskilgreindri borg.

Rigning, frekar hrörlegt umhverfi.

Hittum hóp af fólki, Þór meðal annars.

Það er verkefni í gangi.

Það á að standsetja hjól fyrir allavega hundrað manns.

———————————————-

14. 10. 2019

Mig dreymir vinkonu sem ég hef ekki talað við lengi

Hún er í háum stígvélum

Við skóna er búið að festa plasttær sem líkast apatám.

——————————————-

25. 08. 2019

Mig dreymir að ég er í flugvél.

Rut er flugfreyja

Við erum á svo miklu spjalli að hún gleymir að láta flugstjórann

vita að við værum að fara að lenda.

Ég fer svo heim til hennar og hitti dóttur hennar og mann sem hún var að kynnast.

Hann var mjög brúnn, ég segi honum að ég hafi verið í Tógó.

Hann sagði að það væri skemmtilegra í Gana.

Meiri túrismi.

———————————————————-

21. 08. 2019

Dreymir að ég er bitin af sporðdreka

Nafnið Elísabet kemur fyrir í draumnum.

——————————————————–

10. 08. 2019

Stór dreki var vaknaður og við flúðum inní helli.

Fólk sem ég þekkti ekki mikið.

Ég hugsaði, hvað var ég að kaupa mér allt þetta dót, nú er ögurstund.

Ég var með marga innkaupapoka

og strigaskó sem ég átti þegar ég var um tvítugt.

Einhver sagði: Við vitum ekkert hvernig þetta fer.

Ein stelpa sem að ég kynntist í Ritlistinni vildi endilega tala við mig.

Hún var hálf súr yfir því að geta ekki útkljáð eitthvað.

Ég tók fyrir munninn á henni því að ég vildi ekki að drekinn myndi renna á hljóðið.

Þar sem ég hélt fyrir munninn á henni fann ég að hún var holgóma.

Munnholið var skert.

Hún var mjög reið yfir því að fá ekki að tala.

Ég reyndi að skýra út fyrir henni að drekinn

þyrfti fyrst að fara áður en við gætum talað saman.

———————————————

01. 08 2019

Mig dreymir það að ég er orðin Borgarstjóri Reykjavíkur.

Það var eins og ég hafði lent óvart í þessu og var skelfingu lostin.

Ég var að ræða við einhverja um að ég þyrfti að tala við Jón Gnarr.

Svo rakst ég á hann í draumnum,

ég spurði hann hvort að hvort ég myndi fá einhverja aðstoð í embættinu.

Hann sagði að ég fengi hjálp við að skrifa ræður.

Ég var mikið að spá í hvort að ég gæti enst í þessu starfi í fjögur ár.

——————————————————–

24. 07. 2019

Dreymdi að Dali Lama var að hjálpa Önnu Töru að setja upp jólaskreytingar.

————————————————-

17. 07. 2019

Ég er með Ásdísi, Jónsa og fleirum í Berlín.

BErlín er gjörólík sér, undarleg.

Man ekki milli kaflann.

En seinna er ég á Rafmagnshjóli á leiðinni í eitthvað hverfi.

Ég er ekki með google maps opið, bruna, tek beygju inn akrein.

Dreg úr hraðanum þar sem ég fer niður brekku.

KEm að Ný klassískri kastalbyggð, gríðarlega tilkomumikið.

Fer inn í einn kastalann og leggst upp við flennistjórann vasa sem er í stiga.

Faðma hann hálfpartinn, þegar ég losa takið fer vasinn á hreyfingu.

Mér tekst að losa mig og vasinn hættir að hreyfast.

—————————————————————

05. 07. 2019

Ég er að ganga fjall.

Erfið ganga en ég sé að það er annað fjall sem er léttara að fara upp.

Ég vel það og er hissa á göngunni þar sem tröppur hafa verið grafnar út í fjallið.

Nýtt svið í draumnum.

Ég er í hörku rifrildi við vinkonu mína.

Hún segir áður en hún gengur út að hún vilji aldrei tala við mig aftur.

————————————————-

20. 06.2019

Mig dreymdi Vigdísi Finnbogadóttur í nótt.

Flókin sena en í grófum dráttum þá sagði ég

Vigdísi á brjóstahaldaranum og nærbuxum að hún yrði að vera varnarlaus.

Mér hafði yfirheyrst hana tala við sjálfan sig og hún væri einmanna.

Það voru að koma jól og hún vildi ekki vera ein í byggingunni.

Svið breytist í draumnum.

Jón Gnarr bíður mér að sýna leikrit.

Hluti verksins er sýndur í Vestmannaeyjum.

Ég tala við Dóru Jóhanns og við ákveðum að þessu verði breytt.

Hatari á að hita upp en við segjum að eyjamenn séu árásargjarnir.

Ég tala við Sigurjón Kjartansson um hvernig ég eigi að vinna dialoginn.

—————————————————————

15. 06. 2019

Mig dreymir að ég er í fuglsbúningi,

ég horfi á sjálfan mig í spegli og augnsteinarnir er flennistórir.

Fyrr í draumnum hafði ég verið á fundi.

Ég tók á móti fólki með sígarettu í munninum og blessaði það með reyknum.

Stína kom á fundinn, hún var með furðulegan barðastóran hatt.

Önnur vinkona hennar átti að blessa hana.

Nýtt svið í draumnum.

Opna herbergi og inní því eru miklir blómvendir og jólatré.

Ég áttaði mg fljótt á því  að Gauti hafði komið með vendina og tréð.

Ég skipti blómunum upp í vasa.

Brá mér frá en þegar ég kom til baka sá ég að Svanhildur frænka mín hafði komið með fleiri vendi.

——————————————————-

08. 06. 2019

Mikið kaos, rúta í draumnum, Kara frænka var þarna.

Feit kona situr við hlið mér á setsessu,

Ég sit á öðruvísi setsessu.

Kona í næstu röð kemur til mín og segir mér að hin setsessan sé betri.

Ég er allt í einu er ég lögst á gólfið.

Mér er sagt að það sé mjög stutt í áfangastaðinn svo að ég geti bara legið.

Draumurinn skiptir um svið, Harpa Katrín er að hjálpa mér að raða hlutum upp við vegg.

Þetta var þerapistastofan.

Nafnið Anna kom margoft fyrir og loks birtist Anna Tara í draumnum.

Júlla og Natale opna útvarpsstöð í skúr, þær eru með Dynasty hárgreiðslu.

——————————————————-

28. 05. 2019

Mig dreymir Hugleik Dagsson.

Hann segir mér að hann eigi erfitt með að borga leiguna af íbúðinni sinni.

Mér fannst það svo furðulegt þar sem ég hélt að hann væri með góðar tekjur.

—————————————————————————

15. 05. 2019

Dreymdi vinkonu mína, hún var að selja gömul föt af sér, þau voru tætt og undin.

Fyrrverandi kærasti hennar var með henni.

Hún sagði mér að hann hafði soltið, hann ætti ekki fyrir mat.

——————————————————-

05. 05 . 2019

Mig dreymir að ég og vinkona mínum erum að skrifa inn í verk hjá hvor annarri.

Ég hugsaði, ég verð þá algjörlega inn í hennar skáldsögu og hún inn í leikritinu sem ég hafði skrifað.

———————————————————

01. 05. 2019

Við Gauti vorum á Möltu,

Ég furðaði mig á því hvað höfuðborgin Valletta var breytt.

Við fórum á markað.

Erla Hlín var að vinna í fatabúð.

Gauti gaf henni bol sem hún var yfir sig hrifin af.

Ég hitti líka Auði Jóns og Agga.

Þau vildu endilega hitta mig í kaffi.

———————————————————–

14. 04. 2019

Jón Gnarr hefur samband við mig.

skrítinn draumur.

hann biður mig um eitthvað í nefið.

Ég hitti hann síðar með neftóbak og kókaín.

—————————————————-

23. 03. 2019

Mig dreymir hund sem var fastur í ól.

Ólin var örugglega kílómetra löng.

Ég hugsaði, það þarf eiginlega ekkert til svo að hann verði laus.

Ég dreg tarotspil, heimurinn kemur upp.

Þarna átta ég mig á að þetta er um mína andlegu leið.

Ég er að tala við unga stelpu, hún leiðir mig í gegnum punkta í líkamanum sem geyma áföll.

————————————————-

21. 03. 2019

Ég sá vin minn skjótast inn á Prikið, ég fer á eftir honum.

Þegar ég kem þar inn er búið að breyta allri efri hæðinni.

Ég kvartaði yfir því að allt væri breytt.

Hópurinn sem var á hæðinni benti mér á loftglugga.

Ég sagði að hann væri vissulega bót fyrir barinn.

Ég hafði ekki komið þar inn í tæp tuttugu ár.

Filippía búningahönnuður var þarna, við spjölluðum.

———————————————————–

01. 03. 2019

Draumurinn var þrískiptur

Ég var að passa tvo ketti hjá Gumma og Aline.

Annar þeirra var sífett að reyna að flýja.

Aftur var ég að spá í að kaupa mjög sérstaka íbúð sem að mig hefur dreymt áður.

Oddný átti litla stelpu sem var svona fimm ára

Við vorum með mömmu og Sillu í flugvélahermi

Þetta var tæki sem var á ferð, ég var hissa á því að mamma væri ekki hræddari.

Talaði svo við konu sem hafði verðið kærasta fyrstu ástinnar minnar.

Hann hafði líka hryggbrotið hana.

——————————————————–

26. 03. 2019

Þetta var tengt Einholti.

Við starfsmennirnir vorum í hringengju,

Sveðja gekk öfugan hring á bandinu.

Einn haus fauk

Draumurinn skiptir um svið

Ég faðma vinkonu mína

Faðmlagið er stíft frá henni

Ég orða það

Faðma hana aftur

Enn skrítnara

Hún gefur ekkert upp.

———————————————————

21. 02. 2019

Mig dreymir að þrjár nýjar stelpur sem höfðu verið á námskeiði erlendis og snúið aftur til vinnu

sögðu mér að á nýja planið á vinnustaðnum væri að

ein manneskja myndi sinna því starfi að tala við einn íbúann einungis í gengum síma.

Svo missti ein út úr sér að það væri ég sem ætti að taka því starfi.

Algjört áfall.

Ég talaði við forstöðukonuna og hún var bara köld.

Ég var grátandi.

Það var kominn nýr hundur inn á vinnustaðinn.

Ég ráfaði um allt í kaos.

Þar hitti ég Jón Gnarr og hann tekur mig í fangið og faðmar mig lengi.

Ég sagði að ég væri svo glöð á sjá hann því  að hann hefði svo oft verið rekinn.

Hann var mjög bjartur í gulum bol.

Draumurinn skiptir um svið.

Ég rétt slepp inní lyftu, þar er eitt par fyrir.

Allt í einu minnkar lyftan og það er einn óhugnanlegur maður með mér.

Hann vill mér illt, ég næ að tala hann til.

Seinna erum við í bíl saman.

Eina sem ég er að hugsa er: Kannski er þetta draumur því lyftan skrapp saman og það stenst ekki raunveruleikann.

______________________________________

18. 02. 2019

Mig dreymir að ég sé að faðma Sissu vinkonu

———————————————————-

04.02. 2019

Mig dreymir að það er eldri maður sem segist vilja taka viðtal við mig.

Ég þekki röddina mjög vel en ekki manninn.

Hann er frá RÚV

Viðtalið á að fara fram í bíl, eldgömul drusla.

Ég sest inn en allt í einu fyllist ég ótta.

Ég reyni að opna bílinn bílhurðina en mér til skelfingar fatta ég

að það er ekki hægt.

——————————————————-

28. 01. 2019

Ég var með soffíu og einhverjum öðrum.

Við vorum í bát á leiðinni í dagsferð til Santorini.

Ég hitti einhvern ungan strák á bátnum,

Listaspíru, hann sagðist ætla að flytja til Santorini.

Hann fékk á svörtum markaði herbergi.

Ég ákvað að pakka dótinu mínu og hugsaði,

Það er óhætt að flytja á eyjuna því ég kannaðist alla vega við hann.

———————————————————–

24. 01. 2019

Mig dreymir að ég er með Donald Trump í herferð.

Við göngum frá einni sýslu til þeirrar næstu.

Þegar við komum yfir í næstu sýslu og inn í ákveðið hús

átta ég mig á því að Trump vill komast yfir ákveðin líftæknilyf.

Ekki bara komast yfir heldur voru þessi lyf ástæðan fyrir því að hann sóttist eftir völdum.

Draumurinn verður svo að martröð þegar fólk streymir að húsinu og byrjar að banka.

———————————————–

15. 01. 2019

Mig dreymir að ég vakna og opna inn í stofu.

Gauti er búinn að taka hvern einasta hlut upp úr skúfum og skápum.

Öll íbúðin var þakin hlutum og smádóti.

Svo átta ég mig á því að hann er líka búinn að lakka gólfin.

Ég var í sjokki.

———————————————————

09. 01. 2019

Ég sá Gumma bróður, hann var með barnavagn og á eftir honum kom Aline keyrandi á bíl.

——————————————————-

05. 01. 2019

Mig dreymdi að vinkonur mínar svo voru

 í boði hjá mér hefðu allar gleymt símanum sínum heima hjá mér.

———————————————————–

31. 12. 2018

Mig dreymir að Guðfinnur segist verða að fá að tala við mig.

——————————————————

28. 12. 2018

Lítill vinur minn er látinn fara í of stóra körfuboltaskó.

————————————————

16. 12. 2018

Mig dreymir að ég sé aftur í Háskólann í ritlist

Ég sendi inn fyrsta verkefnið mitt.

LJóð.

Mér var alveg sama um hvernig það kæmi út.

————————————————-

08. 12. 2018

Við vorum nokkrar saman komnar,

 allar vorum við að fara að gifta okkur.

Ég var að velja korselett, einn var þannig að ég gat málað hann á mig.

Augnskuggana þurfti líka að velja.

Þetta var á Eyrarbakka.

——————————————-

02. 12. 2018

Mig dreymdi að ég hefði keypt nýja íbúð.

Ótrúlega falleg og sérstök íbúð sem rithöfundur hafði búið í.

Gunnhildur sagði að þvottahús fylgdi með sem væri í kjallaranum.

———————————————————-

21. 11. 2018

Við Gauti vorum að líta eftir barni sem var í grunnri laug.

Gauti brá sér frá og ég var með hugann við eitthvað annað en barnið.

Mér til skelfingar tek ég allt einu eftir að barnið er að drukkna.

Ég næ að bjarga barninu.

————————————————————

13. 11. 2018

ég og Gauti erum að keyra á eftir stórum trukki.

Allt í einu gefur Gauti í og keyrir undir bílinn.

Þakið á bílnum rispast þar sem bílinn er of hár.

Ég tryllist úr hræðslu og var öskrandi ill,

ég hafði reynt að vara við þessu.

—————————————————–

12. 11. 2018

MIg dreymir að ég er í sundlaug að kafa.

Ég kem auga á haug af gullskartgripum

Meðal þeirra eru nokkrir hringar sem að ég vissi ekki að ég hafði týnt.

Ég hugsaði, ég verð að koma til skila skartinu sem ég á ekki.

———————————————————

06. 11. 2018

Við Gauti erum á flugvelli sem er staðsettur í fjallasal í þýskalandi

Allir farþegarnir ganga eftir flugbrautinni

Við viljum vera fremst í röðinni en það eru nokkrir á undan okkur.

Draumurinn fær nýtt svið, við eigum hund.

Til að aga þessa tegund áttum við að taka hann kyrkingartaki.

Við vildum ekki gera það.

það kom síðan í ljós að þetta var ekki rétt aðferð til að aga hunda.

——————————————————–

15. 10. 2018

Mig dreymir að við Gauti erum að breyta íbúðinni.

það kemur vestur íslenskur risi í heimsókn.

Andri var í draumnum, hann vann sem strætóbílstjóri.

Ég var að vinna á veitingastað sem bauð upp á súpu.

í kjallaranum voru búnir til lyklar fyrir hvern og einn viðskiptavin.

Ég furðaði mig á þessum dýra útgjaldalið þar sem lyklagerðin var fullt starf fyrir eina manneskju.

—————————————————-

26. 09. 2018

Dreymir að það eru tveir útigangsmenn að ræna ruslinu úr tunnunum okkar Gauta.

——————————————————————–

13. 09. 2018

Ég var með Katrínu forsætisráðherra.

 man ekki hvaða, en eitthvað dýr var þarna líka.

———————————————————

07. 09. 2018

Kristín og Friðgeir voru í draumnum.

Ljósmynd

Friðgeir furðaði sig á því að ég hefði áhuga á gömlum ljósmyndavélum.

——————————————————

06. 09. 2018

Hættulegt lestarferðalag á lestarteinum sem voru lagðir á háa grind.

———————————————————–

23. 08 2018

Ég er að gera risastór myndverk inn í húsi sem var nýja heimilið mitt.

Verkin voru of stór til að koma þeim í heilu lagi út.

ég þurfti að búta þau niður.

Huginn var í draumnum, ég furðaði mig á því að hann ætti barnabarn.

————————————————————-

15. 08. 2018

Mig dreymir að Úlfur Eldjárn er að leita ráða hjá mér

varðandi gerð heimildamyndar

Við spjöllum heilmikið

Þar sem við kveðjumst á Skólavörðustígnum tökum við eftir

að fyrir framan Hallgrímskirkju er búið að reisa tvær byggingar.

Byggingin sem stendur fremst er verið að skreyta með gulli.

Draumurinn breytir um svið

Við Gauti erum búin að kaupa okkur nýtt hús.

Ég hafði málað það í vitlausum lit,

ég var velta fyrir mér hvaða lit ég gæti sett á þakið svo þetta gengi upp.

Önnur hliðin var með veggjakroti.

Í einu af herbergjunum langaði mig að hafa aðstöðu undir nýja tómstundaiðju sem ég man ekki hver var.

———————————————————-

04. 06. 2018

Ruglingslegur draumur, en þarna er ég með vinum.

Flestir úr myndlistinni, við erum í einhverju verkefni.

Pabbi eins vinar míns býr uppí fjalli og segist ætla að deyja þar.

Ég er að kenna honum að búa til einhverja græju.

Dóttir einnar vinkonu vill ekki vera heima hjá sér.

———————————————————–

30. 05. 2018

Ég var búin að sannfæra einhverja um að fara til útlanda.

Eyja.

Vinafjölskylda, ég bauðst til að kaupa sumargjafir fyrir ættmóðurina.

Keypti tannbursta og plastglös handa ölum, líka tengdasonum.

Annar tengdasonurinn vildi endilega fá tannburstann sem ég hafði valið handa hinum.

Hótelið var ömurlegt.

Ég hafði verið þarna áður, hættuleg hverfi, brekka og ég á rafmagnshjóli.

allt þakið veggjakroti, fann íbúð sem ég hafði áður búið í.

Mér var sagt að dópista byggju þar núna.


——————————————–

02. 05. 2018

Flugvél, það var verið að reyna að gíra alla í að fara á einhverja eyju.

Og það er talað um að við gætum öll farið  í lítilli vél.

Bara við.

Þannig var hugmyndin seld.

———————————————————-

01. 05. 2018

Það var sýning, ég og einhver vorum að máta okkur í hringi sem voru teiknaðir á gólfið.

Þeir urðu sífellt minni, sá minnsti var bara fyrir tvær manneskjur.

Þetta var fíflagangur, leikur, en upprunalega var þetta íþrótt að standa í hringjunum.

Ég tók á móti vörum sem áttu að vera í sýningunni.

Ég sendi líka einn pakka með barnagalla til lítillar stúlku,

velti fyrir mér hvort að ég ætti að setja pakkann í ábyrgð.

Gallinn sjálfur kostaði lítið.

—————————————————————

26. 04. 2018

Mig dreymdir að Harpa og melkorka fóru til San Francisco.

Ég var svolítið svekkt að þær hefðu ekki sagt mér frá ferðinni og boðið mér með.

—————————————————————

21. 03. 2018

Ég hitti Bryndísi og það fyrsta sem ég tók eftir voru gullfallegir snagar.

——————————————————

06. 03. 2018

Mig dreymdi að ég var að sýna, flúraður salur.

Harpa var með mér.

Mér fannst erfitt að vinna þarna, umhverfið át upp verkin.

Svo kom sunnudagur og ég var að reyna að fá Oddnýju í sund.

———————————————————

29. 03. 2018

Dreymdi að hvítur köttur kom til mín, hann hafði fengið appelsínudjús í annað augað.

——————————————————

25. 03. 2018

Dreymdi að við Gummi vorum að skipta peningum.

Ég vildi ekki taka við öllum seðlunum sem hann var að færa mér.

Hann var svo hissa á því hvað ég var róleg þó ég ætti lítinn pening.

—————————————————–

18. 03. 2018

Soffía og Hrafnhildur fluttu ræðu á alþingi.

Ég var líka komin í pólitík.

—————————————————————

´

14. 03.2018

Það var stór sýning í vændum.

Gríðarlegur fjöldi listamanna tók þátt.

Sýningarstaðir voru í hinum ýmsu húsakynnum í borg mér óþekktri.

Ég átti að velja.

Þetta olli mér miklum angistarkvölum þar sem ég vissi hvorki hvar né hvað ég ætti að sýna.

Ég grét af því okkur var bara úthlutað tréblýöntum.

Hekla Dögg var þarna, hún var ólm í að fá lánaðan jakka sem ég átti.

——————————————————

13. 03. 2018

Það koma fram sögur af konum sem greinast með áfallastreytu eftir barnsfæðingu.

Dæmi eru dregin fram um konur sem hlutu augnskaða af sterkum lömpum sem notaðir voru í fæðingunni.

Annar hluti draumsins gerist á sviði.

Við Gauti erum að sýna gjörning.

Erum með móterhjólahjálma.

Eva og Stína eru út í sal að horfa.

——————————————-

12. 03. 2018

Mig dreymir að ég og Hugleikur Dagsson vorum að fara á

milli fjárfesta að afla fjár fyrir krabbameinssjúka.

Ég var í rauðri úlpu og var í hvítum fötum undir.

Hugleikur skar sig á öðrum fætinum í miðasölunni.

————————————————————

06. 03. 2018

Við Björk Guðmunds vorum vinkonur.

Ég segi henni að ég geti ekki hangið mikið meira með henni.

Svanfríður er líka í draumnum.

Ég skila til hennar gömlu myndalbúmi sem ég hafði tekið frá henni.

Í því eru aðallega gamlar myndir frá henni en nokkrar af mér.

Á einni þeirra er ég í hvítum alklæðnaði.

Ég var líka með hvít sængurföt frá henni sem ég vildi þvo áður en ég skilaði þeim.

Guðleif var í draumnum, ég var aftur að taka níunda bekkinn í grunnskóla.

Hún spurði mig hvernig ég vildi fá einkunnirnar afhentar.

Ég var hissa á því að taka aftur þessi próf þar sem ég var með Mastersgráðu.

———————————————————-

05. 03. 2018

Ég var að taka þátt í stórri sýningu.

Okkur var úthlutað vinnustofum undir berum himni.

Gríðarlega stórt svæði var þakið efni til að vinna með í gerð verkanna, þetta líktist útimarkaði.

Ásdís var þarna.

Sýningarstjórinn sem var erlend hélt fyrirlestur um hvað við ættum að vinna með.

Eitthvað myrkt, svart.

Hugmyndin átti að vera dregin út úr rassgatinu á okkur, eins og hún orðaði það.

Okkur var öllum úthlutað nýjum pabba.

Gríðarlegt kaos var í draumnum.

Grimmur hundur og börn voru í draumnum.

—————————————————————–

28. 02. 2018

Ég er á fundi með dómnefnd listamannalauna.

Ég tala um einhverjar hugmyndir að verkum.

Vinkona mín kemur, hún er sein á fundinn.

Ég kynni hana.

Dómnefndin er jákvæð, við hlæum og ég er vongóð um að fá listamannalaun.

En svo fatta ég að það er önnur dómnefnd sem tekur endanlega niðurstöðu.

———————————————————

24. 02. 2018

Framúrakstur.

Draumur breytir um svið.

 Harpa og ég vorum komnar með nýja gerð af sængum sem héldu gríðarlegum hita.

———————————————–

23. 02. 2018

Ég er flutt í íbúð sem allt var endurnýtt og gamalt

Öllu ægði saman, í raun veru svona íbúð sem ég gæti aldrei búið í.

Þarna kom einhverir kvikmyndaframleiðendur.

Önnur þeirra var svo var svo hrifin af heimilinu.

Hafði aldrei séð svona gamla hluti, hún var  forn í sér

Við sátum við sófaborð.

Ég hugsaði: það er kannski ágætt að eiga svona sófa sett

gestir geta látið fara vel um sig.

Ég bauð þeim drykki og ákvað að gefa þessari sem var forn í sér heitt vatn með púðursykri og sítrónu.

Svona eins og amma hafði gert.

Það var að koma stríð.

Oddný var í draumnum, hún hafði eignast lítinn strák sem ég var að passa.

Hún og Júlla voru á leiðinni í afmæli til ástríðar, ég vildi ekki fara.

——————————————————

22. 02.2018

Mig dreymdi að Tobbi og Ljónas voru að kúra.

Gauti er að klappa ljónasi,

Hann tekur klóru og er skefur undan felddnum.

Ég sé inn í hold Ljónasar.

——————————————————-

21. 02. 2018

Flókinn draumur.

Ég er að vinna með barnaskóla og hef ákveðið að búa til lítinn barnaspítala fyrir börnin.

Við skólastjórinn göntumst með að þetta verði hátæknisjúkrahús.

Í draumnum er ég að hugsa um að við vitum ekkert um hvað fólk er að ganga í gegnum.

Ég hefst handa við að setja upp myndir og ég ákveð að vera bara skapandi.

Sleppa mér alveg, ég rúlla upp risastórum möndlulaga broskörlum.

Allt í einu er ég stödd í miðju samtali við lækni.

Við erum að tala um raunverulegan spítala sem búið var að byggja.

Ég tek eftir um leið og hann strýkur á mér handlegginn að hann er með giftingahring.

Hann segir mér að spítalinn hafi verið fjármagnaður af hugsjónafólki

og að aðeins vextirnir séu greiddir af láninu.

Öllu ægir saman, þarna er skyndibitastaður,

ég ákveð að fá mér hamborgara en fæ mér á endanum kjúkling.

Gunnar Smári er þarna og biður mig um að kaupa einn sósjal handa sér.

Þegar ég kem til hans með matinn tekur hann einn kjúklingabita af mér.

Hann spyr mig hvort að það sé hægt að borða þennan hluta af kjúklingnum.

Harpa er í draumnum, við tölum um stelpu sem að við þekktum sem var í mikilli neyslu.

Hún hafði komið fram í þáttunum paradísaheimt.

Á vörinni er hvítur blettur sem ég kreisti. Út dreg ég síðan þrjátíu og fimm cm langan orm.

Hann er með höfuð og hala.

——————————————————————

10. 02. 2018

Ég er barn, lærleggurinn er skorinn úr mér.

Aðstandendum sem eru í hringlaga sal þar sem þeir fá að sjá lærlegginn.

Seinna í draumnum fer ég í heimsókn til Vigdísar Grímsdóttur

Hún er búin að lita á sér hárið ljóst.

———————————————————-

03. 02. 2018

Ég, Hrafnhildur, Steinar Bragi og einhver sem ég man ekki hver er var

vorum í bíl.

Skiptumst á að keyra, hvert okkar í korter.

Ég var með úr og tók tímann.

Ég talaði um hvað ég væri með mikið ógeð á listsköpun.

——————————————————

02. 02. 2018

það er búið að færa alla þorpsbúa neðanjarðar.

Ég labba niður í þennan heim með Ásdísi og Laufeyju.

Ég er undrandi og hissa,

Þarna er næturklúbbur og bar.

Ég þarf að fara aftur upp til að reykja.

Seinna í draumnum er ég að mála með Köru hans Gumma.

Hún skrifar á eitt málverkið að hún sé svo óendanlega glöð með þessa stund.

Ég mála konu með regnbogahár, Kara gerir eins.

——————————————————————

30. 01. 2018

Hulda vilhjalms var í draumnum.

VIð vorum upp á einhverju fjalli, nokkrir listamenn, leigðum herbergi þar.

Ég gékk niður aflíðandi götu og skoðaði villur.

Ég kom í flugi á þennan stað.

vélin sem fór á sama áfangastað á undan mér hrapaði.

Ég horfði á það gerast. Tugir fórust.

Ég var á útsölu, Skaoðaði föt með frænku minni.

Það var búið að finna upp nýtt hugtak af sextán ára MR-ingi.

Ein stúlka hafði áhyggjur af hugtakinu,

þessi unglingur var frá ríku heimili.

——————————————————

28. 01. 2018

Ég segi gauta að ég vilji taka upp aftur harðlínu mínímalisma.

—————————————————————-

25. 01. 2018

Ég hafði skráð mig í dagsferð, tólf tíma fjallgöngu.

Hún tók tólf klukkustundir.

Það var einhver að fara með mér,

man ekki alveg hver, rámar í Gumma bróður.

Ég keypti fjallgönguskó.

Það var svo hringt í mig frá ferðafélaginu,

mér var sagt að þau héldu að ég myndi ekki komast niður fjallið aftur.

Nýtt svið draums, ólöf Arnalds var byrjuð í Reykjavíkurdætrum.

———————————————————–

24. 01. 2018

Við Gummi bróðir eru stödd í lítilli borg, Magga Bjarna er þarna líka.

Markmiðið var að færast frá allri neyslu og endurheimta náttúruna.

Við Gummi vissum að mikið af mannfólki, jafnvel heilu þjóðirnar myndu þurrkast út.

Í þorpinu þurftum við að taka á okkur hlutverk.

Ég sá að Magga var komin í hlutverk prests,

ég hafði áhyggjur af því að við æfðum ekkert áður en við fórum í hlutverkin.

Við Gummi skoðuðum gamalt óvistlegt gistiheimili og íhuguðum að flytja þangað.

Til þessa höfðum við sofið á teppum á gólfinu.

————————————————————-

22. 01. 2018

Dreymir að vinkona mín fékk lánaðan pening hjá Guðmundi bróður mínum.

Hún þurfti peninginn til að brúa bilið við íbúðarkaup.

Ég hugsaði: hún verður að borga honum aftur.

Seinna í draumnum var ljónas komin upp á skáp í körfuna hans tobba.

Ég furðaði mig á því hvernig hann hefði komist upp.

—————————————————-

05. 01. 2018

Ég máta hálsmen, þetta voru risastórir óreglulegir gullhnullungar.

Það er bruni.

Ég máta skrítin föt, stórann jakka með hettu og ber undir Gauta hvort flíkin væri flott.

——————————————————————

04. janúar

Við Gauti erum á hvítum sportbíl.

Við hlið bílsins gengur maður í glasandi lakkskóm,

 með bláköflóttu munstri.

Allt í einu kastar hann sér inn í bílinn.

——————————————————–

03. 12. 2018

Dreymir ömmu Ingibjörgu. fyrst birtist hún með hatt og í kápu.

Vigdís Gríms segir mér að amma sé dulmögnuð.

Seinna í draumnum sé ég hana, þá er hún tæpir einn og níutíu á hælum með svarta hárkollu.

ég sagði henni frá kattamarkaðnum og breytingunni sem varð á markaðnum eftir að þeir komust í betra húsnæði.

Ásgeir læknir, vinur Gauta kom í heimsókn.

————————————————————

28. 12. 2017

Dreymir vinkonu mína, ég var að reyna að fá hana til að fara til síðþjóðar í einskonar meðferð.

Begga ágústs var í draumnum, hún fékk það verkefni að sjá um alla grafíkina í nýja macanum sem var að koma út.

Raggi Kjartans var þarna, hann kvartaði yfir því að fá engin verkefni á íslandi.

Ég var hissa, reyndi að hugga hann við það að hann fengi nóg að gera erlendis.

mikið af listamönnum í draumnum.

———————————————————

21. 12.2017

Dreymir að ég stend fyrir framan spegil og er að skera línu eftir hársrótinni.

Ég var samt tvístígandi hvort að ég ætti að strekkja á mér andlitið.

—————————————————————–

14. 12. 2017

Dreymir að við Gauti erum með tengdapabba í Gautlöndum.

Þar var mikið að AA fólki, einskonar meðferð í gangi.

Ég var aðallega að umpotta, þurrka upp vatn  og raða blómapottum.

Ég fattaði allt í einu að pabbi Gauta ætti ekki Gautlönd.

Birta Guðjóns var þarna, hún leit vel út og sagði mér að Heimir hafi hjálpað henni.

————————————————————

29. 11. 2017

Dreymir að ég hitti leikhússtjóra, mér er tjáð að þeir ætli að kaupa Skiljum.

Það er áætlað að setja það upp líka í Edinborg á Ísafirði.

Seinna í draumnum erum við Stína saman,

við tölum um hjartaáfallið sem hún fékk og hjartaáfallið sem ég fékk næstum því.

Hún er á hvítum bíl og það er hægt að smella rúðunum úr bílnum.

Þær voru úr plasti.

Muggur liggur upp við framrúðuna.

Við ákveðum að fara saman í sund.

———————————————————————-

05. 11. 2017

Dreymdi að tvær gráar dúfur flugu hlið við hlið og lögðust þétt upp að hálsi mínum.

——————————————————–

25. 10. 2017

Dreymdi að Gummi bróðir var búinn að kaupa kastala,

glerturnar gnæfðu yfir borginni þar sem hann stóð.

Harpa arnardóttir sagði mér að hitastigið breyttist í sumum herbergjum ef illa gengi í viðskiptum.

——————————————————-

24. 10. 2017

Það var verið að leiklesa verk eftir mig, Halli Jóns átti að lesa leiklýsingar.

Hann byrjaði á því að tala um braga ólafsson og leikritin hans.

Ég fann að ég þurfti að verja mig.

——————————————————

06. 09. 2017

Reyndi að koma þremur kveikjurum upp á Júllu og Gauta.

Þau vildu það hvorugt.

————————————————–

05. 08. 2017

Mig dreymir að kaldavatnið á heimilinu sé búið.

————————————————–

29. 07. 2017

Dreymir að ég fæði stúlkubarn.

Ég er síðust til að fæða af hópi kvenna.

Fæðingin var ótrúlega létt.

———————————————————–

25. 07. 2017

mig Dreymir að gömul vinkona mín segir mér frá ótta sínum við töluna einn.

Að hún forðist þessa tölu í lengstu lög.

Ég bendi henni á að ég hafi oft séð hana nota töluna einn.

—————————————————-

22. 07.2017

Dreymi að ég og bryndís erum í  útflutningi á Villisvínum til Þýskalands.

Ég vildi gera plan.

Svo bættist inn á listann saltfiskur og lamb.

———————————————————

18.07. 2017

Mig dreymir að að ég hafi keypt mér rauða leðurkápu.

—————————————————-

17. 07. 2017

Dreymir að ég sé að gista heima hjá Beggu.

Hún var í nýrri íbúð.

Um nóttina er bankar upp á sálfræðingur sem ég kannast við.

Hann var í frakka með hatt, það var dökkt yfir honum.

Ég var hálf smeyk við hann. Hann vill fá að skoða bók sem ég var með í fórum mínum.

Stóra harðspjalda bók eftir Carl Jung sem hafði verið þýdd yfir á íslensku.

Sálfræðingurinn óskaði eftir að fá bókina lánaða.

Ég neitaði.

Draumurinn skiptir um svið.

Ég og melkorka vorum að vinna með liti.

Ég uppgötvaði nýjan fjólubláan lit sem ég notaði til að lita haug af hönskum sem ég bjó síðan til jakka úr.

Melkorka uppgötvaði nýjan appelsínugulan lit sem var notaður í að lita hár.

En ég þurfti að rjúka þar sem ég var orðin flugfreyja.

——————————————————————-

16. 07. 2017

Opnun á myndlistarsýningu hjá mér á morgun.

Ég er sein með allt því ég var búin að ráða mig sem aðstoðarleikstjóra í bíómynd.

Úti á víðavangi voru tveir hópar af leikurum, skipt eftir kynjum.

Við áttum að vinna hugmyndavinnu.

Filippia sem var fathönnuður í myndinninn sá í gegnum þetta.

Hún gaf mér innsýn í hvernig kvikmyndaheimurinn virkaði.

————————————————————-

15. 07.2017

Draumurinn skipti oft um svið.

Við vorum í brattri brekku.

Björgvin var búinn að búa til burðargrind á sheffer hvolp sem við Gauti áttum.

Ég hafði áhyggjur af því að hundurinn væri að bera of mikinn þunga.

Þar sem ég horfi niður brekkuna sé ég siggu björg með Skuggalegu liði.

Seinna í draumnum var ég út á landi í furðulegri meðferð.

Einn þáttur í meðferðinni var sund, ég fór ofaní laugina í strigaskóm.

———————————————————

Við Stína segjum Kolfinnu frá tímabilinu þegar við vorum með slagorðið

„Bringing sexy back“.

Við erum á leiðinni út á lífið.

Seinna í draumnum er ég í boði hjá Kötu Theo, hún er að stafla litum klósettskálum úr stáli.

Ég frétti að Júlla væri hætt að versla pizzur af Oddnýju og Hilla og kaupi þær núna á nýjum stað.

———————————————————————-

12. 07. 2017

Mig dreymir að ég er inni í stórfurðulegri matvörubúð að leita að sætabrauði handa pabba og mömmu

Það er einhver heimsendastemming, Ég fer út að spjalla við einhverja kalla.

Síðan er ég heima að þvo mér hendurnar með hundraðköllum í mynt.

Pabbi segir að svona margfaldi maður gull.

—————————————————————-

11. 07. 2017

Ég er að hreinsa út úr síðasta eldhússkápnum.

Tek eftir að það er fullt af dóti frá mömmu.

Seinna fæ ég fréttir af því að bróðir Unnars sem leit alveg eins út og hann vildi fá að búa heima hjá mér.

——————————————————

10. 07. 2017

Mig dreymir að ég fékk að leikstýra verki eftir mig og öðru sem Sól bað mig um að vinna.

Vesturfararnir Arne og Freyja voru með mér í öðru verkinu.

———————————————————————–

09. 07. 2017

Dreymdi að ég fékk að þvo fjóra brjóstahaldara hjá Katrínu Teo.

———————————————————–

06. 07. 2017

Dreymir að Wayan ætti afmæli.

Það var búið að gera risastórt líkneski í gjöf handa honum.

Líkneskið samanstóð úr minnum úr hindúisma og íslenskum þjóðsögum.

Seinna í draumnum var verið að heiðra Egil sæbjörns fyrir sýninguna á tvíæringnum.

Í þessum hluta draumsins líktist umhverfið simpsons þætti.

Egill var látinn drekka bjór á hvolfi.

Ég hugsaði, hann á svo erfitt með að drekka svona mikið.

——————————————————

04. 07. 2017

Ég hitti jón gnarr í draumnum.

Í seinna skiptið vorum við að horfa á stórar vídeó-projeksjónir.

Við töluðum um hvernig þetta myndi verða þegar allt yrði 3 -D.

Jón sagðist bara ætla að taka ljósmyndir af því.

Það var verið að elda hamborgara en jón vildi frekar kjötfars og kálböggla.

——————————————————-

03. 07. 2017

Mig dreymir að ég er að setja upp einkasýningu.

Það er kaffihús í galleríinu og mikið af drasli.

Pabbi og Mamma voru að hjálpa mér.

Ég ákvað að sýna portret mynd af mér og apa.

Ég var mjög óörugg.

—————————————————–

02. 07. 2017

Ég er að undirbúa útskriftarsýningu í Listaháskólanum.

Það er vika í sýningu og ég ekki komin langt með verkið.

Gauti er að hjálpa mér.

mér finnst listaverkið ómögulegt, gamaldags.

Ég ætla að nota vefbekkinn sem grind fyrir verkið.

Það kviknar í rafmagnskló, bráðið plastið lekur.

Svo er ég stödd við ráðhúsið, þar er spaugstofan að taka upp þátt.

SIggi sigurjóns er á leið upp í leigubíl.

 Ég spyr hann hvort hann sé að fara í byggingavöruverslun og hvort ég megi koma með.

Hann jánkar því.

—————————————————-

30. 06. 2017

Mig dreymir að ég og Harpa Arnardóttir erum í svetti.

Tjaldið sem svettið fer fram í er gríðarlega stórt og þátttakendur mörg hundruð.

Ég hafði miklar áhyggjur af því að ef eldur kæmi upp yrði erfitt að komast út.

——————————————-

25.06.2017

Mig dreymir að við Gauti erum að spá í með ungum bónda að flytja út í óbyggðir.

Þar ætluðum við að vera með sjálfstyrktar búskap.

Dauð lömb og dauð svín voru þarna í pokum.

Ég vissi að við myndum ekki hitta marga þarna og ekki komast til byggða yfir vetrartímann.

Í draumnum var ég líka í göngu með konu sem ég þekkti ekki og í tískuvöruverslun að kaupa ný föt.

—————————————————–

21. 06. 2017

Það birtist auglýsing í mogganum um sýningu sem ég var að opna.

Gallinn var að auglýsingin var vitlaust dagsett og sýningin átti að vera degi seinna.

Allt endaði þetta í mestu kaos senu sem ég hef séð í draumi.

 Þarna voru verðir sem voru sárir út í mig fyrir að reykja inni í hinum skringilegustu húsakynnum.

Fullt hús af listamönnum.

Úldin mjólk, mikið af dýrum eins og loðnum spökum eðlum sem lögðust í fangið á manni.

————————————————–

20.06.2017

Við Gauti erum að fara að gifta okkur.

Brúðkaupsveislan átti að fara fram í lítilli íbúð sem við leigðum.

Það átti eftir að taka til.

Ég lagði kodda á rúm og bók með ungabarni á forsíðunni.

Gunnar Smári var þarna, hann var lítill í sér svo ég spurði hann hvað væri að.

Hann sagði mér að hann hefði drepið pabba sinn þegar hann var lítill.

Ég tók utanum hann og við grétum saman.

—————————————–

23. 02. 2017

Er í veislu, fólk í biðröð, ég ákveð að vera síðust og hugsa með mér:

Vonandi verður kakan ekki búin þegar ég kemst að.

Ég sá að þetta var stærðarinnar kaka gerð úr mörgum botnum.

Ég fékk mér þunnar en mátulega sneið.

Til borðs sat norskur prestur.

Seinna völdum við Sissa okkur Rauða toppa,

ég hafði áhyggjur því að ég hafði ekki ráð á þessu.

í draumnum var ég líka að kynna eitthvað,

Guðmundur Ragnar, Harpa Arnardóttir voru meðal annars í áhorfenda hópnum.

———————————————————-

15. 02. 2017

Finn brunalykt, sé að það er sót á eldhúsrúðunni.

Við Gauti förum í íbúðina niðri, brennandi kartöflur á pönnunni sem gauti hafði verið að elda.

Hann lét eins og ekkert væri.

Draumur skiptir um svið, ég er að fara í gegnum gömul föt,

týni úr það sem mér finnst fallegt.

Sól kemur og fer yfir smá bunka, segir að hún vilji ekkert af þessu.

Gömul skólasystir er í næsta herbergi,

þetta er kjallari allt i drasli, við horfum á upptöku af gjörningi eftir Friðgeir í tölvu.

Ég segi henni að ég hafi gefið út handrit með gjörningunum mínum.

Hún segist eiga handritið en á einum stað hafi vantað inn í upphaf setningar orðið faðir.

Seinna held ég á tveggja ára barni sem sofnar í fanginu mínu.

Mér er sagt að barnið sé fætt sama dag og ég 12. október.

Ég segi að hún eigi eftir að vera mjög sjálfstæð.

Það verði ekkert hægt að segja henni til.

—————————————————————–

12.01.2017

Ég var stödd á skyndibitastað með Skoskum gjörningalistamanni.

Mig langaði að sýna honum möppu með gjörningunum mínum þegar ég kæmi til Skotlands,

en við vorum á leiðinni að fara sýna þar saman.

Ég tók fram að ég væri að hætta í gjörningum og ætlaði að snúa mér alfarið að leikritun.

Hann sagði mér að hann væri einnig í byggingarvinnu,

það þótti undarlegt þar sem hann naut mikillar velgegni.

Siggi pabbi Magna og hans fjölskylda voru allt í einu mætt, í barnavagni var nýfædd systir Magna.

Ég klappaði á kollinn á Magna sem var svona sjö ára og sagði að hann væri elstur.

——————————————————————-

2. 02. 2017

Við  horfðu yfir vinnustofuna okkar og hún var fullkomin.

Melkorka var með lítið píanó, ofin motta á gólfinu.

Ég hugsaði, þetta gæti verið sálfræðistofa.

—————————————————

31. 01. 2017

Við stöndum fyrir framan gríðarlega stóra vöruskemmu á fimm hæðum.

Stína og Kolfinna sýna mér svæðið.

Ég rekst á Hannes Lárusson, við fáum okkur þorramat og setjumst við sama borð.

Það kemur í ljós að við höfum bæði verið að glugga í sama bleðilinn um apana,

forfeðurna.

Stína segir mér að það eigi að halda sýningu þarna.

Draumurinn breytir um svið, við Gummi bróðir erum með pabba í gamla BMW-inum.

Við segjum pabba hvað við hefðum alltaf skammast okkur fyrir hvað bílinn var gamall og illa farinn.

———————————————————

30. 01. 2017

Ég er í skrítinni íbúð,  á gólfinu er grind yfir frekar stóru opi,

ég tek eftir því að púði sem liggur ofaná grindinni hreyfist.

Þegar ég lyfti púðanum af grindinni, kem ég auga á hönd sem dregur flíkur af mér niður opið.

Lifandi fílsungi er líka dreginn þarna niður.

Seinna í draumnum er ég með Gumma bróður.

Það er eitthvað að angra hann,

Við horfum saman út um gluggann og ég segi að heilinn sé flóknari en allt sólkerfið.

Himininn er þakinn stjörnum.

Við teljum saman afturábak.

—————————————————

22. 01. 2017

Dreymdi að ég var að kveðja Björk en við höfðum verið saman í sumarbústað.

Ég sagði henni að hún ætti að halda hita á bringunni.

Hún tók þessu eins og ég byggi yfir yfirskynlegri vitneskju og mér varð ljóst að álit hennar á mér óx.

Samt var þetta ekki satt, ég hafði heyrt af þessu og byggði heilræðið ekki á eigin innsæi.

f1a26579cee85ff5717687054c948a9e

———————————————————————

14. 01. 2017

Dreymdi að ég var við einhverja athöfn.

Begga Braga söng, tóninn var einstaklega tær.

Mikið lófatak.

imgres

————————————————-

8. 01. 2017

Dreymir að ég geng í hringi með smjörstykki í fanginu.

Kollegi hefur orð á að þetta gæti orðið fallegt vídeóverk.

Seinna horfi ég myndbandsverk eftir mig sjálfa,

í lokaklippan sýnir mig stíga af miklu öryggi út í árfarveg í rauðum háhæluðum skóm.

images

————————————————————

16. 12. 2016

Horfði á afar fagurt fuglapar uppi í tré.

Karlfuglinn var skrautlegri.

 Ásta sagði okkur að hún ætlaði að skipta um starf og fara út í listsköpun.

Oddný systir reyndi að draga úr henni.

henni fannst þetta ekki góð hugmynd,

of óöruggt starf.

images

—————————————————

15. 12. 2016

Dreymdi að ég var hjá þerapista,

 ég átta mig á að þetta er önnur stofa en við vorum vanar að vera í.

Ílangt gluggalaust herbergi með klósetti og vaski í öðrum endanum.

Við tölum saman um að klósettið líkist altari og að í gamla daga hafi það verið tákn fyrir

andlega ferðalagið.

Þerapistinn hegðar sér undarlega og ég átta mig á að það er ekki allt í lagi,

á því augnabliki fellur hún í gólfið, ég hleyp fram og öskra:

Hringið í sjúkrabíl.

Enginn er á skrifstofunni, ég tek upp símann, 112, símarnir virka ekki.

Það var Hótel í drauminn, ég fór á milli herbergja, vatnsleki, Ítölsku curatorarnir,

fleiri símar voru í draumnum sem virkuðu ekki.

imgres

————————————————————–

13. 12. 2016

Ég var í úthverfi í LA með Bryndísi.

Ég var  hrædd við að búa þarna og reyndi að fá inni á hótel sem var nær miðbænum.

Fann 25.000 í peningum.

LA var furðuleg.

Síðan var ég stödd á spítala.

Ég hafði  komið of seint í viðtal því að ég fattaði ekki að læknastofurnar væru líka í kjallaranum.

Þar á ganginum hitti ég lækni sem ég átti að fara til.

Hann hélt á seðlaveskinu mínu sem ég hafði týnt en hafði ratað í afgreiðsluna.

Hann hét Baldur og var bæklunarlæknir.

Viðtalið fór fram á ganginum úti í horni.

Hann byrjar á að segja mér frá nýrri skurðtækni með nánast engu inngripi.

Hann sýnir mér bæklinga sem áttu að kynna þessa nýju aðferð.

Svo töluðum við um aðgerðina, sem ég var að koma í eða ný komin úr, háls kirtla taka.

Ég byrja að segja honum mína sögu, frá spítala dvölinni sem barn en það verður truflun.

Einhver hringir, Baldur svarar símanum.

images

————————————————————–

6.12.2016

Við vorum flutt saman til Seyðisfjarðar.

Það var fallegt þarna, við garðinn var gólfvöllur.

Vinkona mín var á pínu litlum rauðum sportbíl sem hún keyrði upp brekku en komst ekki.

 Gauti hafði keypt hús sem átti eftir að gera upp og væri mikið verk, áætlaður kostnaður 5 miljónir.

———————————————————-

30.11.2016

Dreymir að ég er á tali við eldri mann,

röddin var falleg en þegar ég lýt í augu hans sé ég að hann er með þrjú. Þrjú falleg brún augu.

Seinna í draumnum fæ ég símtal frá Uber bílstjóra sem segist hafa keyrt frá Ítalíu til Bali.

Að ég hafi pantað bílinn og þurfi að greiða fyrir þjónustuna.

imgres

————————————————-

28.11.2016

Ég stakk hendinni á kaf ofaní klósettið og dró eitthvað upp,

furðaði mig á því hvað það þurfti lítið til að losa stífluna.

imgres

——————————————–

21.11.2016

Setningin, jörðin á eftir að fara í gegnum sjö ár af helvíti kom til mín í draumi í nótt.

images

———————————————————-

20.11.2016

Dreymdi að ég ætti að kynna mér The hero´s Journey eftir Joseph Campell

heros-journey

———————————————————

19.11.2016

images

Ég var í bíl með mömmu og pabba. Mamma segist þurfa hjálp með hjartað, að henni væri ýlt í því.

—————————————————

8.11.2016

Regnbogi myndar baug yfir himinháum turni,

ég er í Akraborginni á leiðinni út flóann.

Með mér í ferjunni er Guðmundur maður frænku minnar,

hann tekur vinalega um öxl mína og segir mér að himnasýnin sé tálsýn,

þetta sé í rauninni ljósasýning frá Smáralindinni.

Akraborgin byrjar að sökkva, lóðrétt.

Ég spyr Guðmund að því hvað við eigum að gera núna?

Hann svarar ekki en tekur upp símann og hringir inn neyðarkall.

Ég held mér í þverslá, báturinn fyllist af sjó og þar sem ég hangi þarna hugsa ég:

Ég er sterk, ég get léttilega haldið mér.

imgres

 

————————————————————–

14.06.2016

Ég var inní húsi og hafði gengið upp á efstu hæð,

þar spurðist ég fyrir og þá kom í ljós að þetta var hótel.

Þetta var í Vallettu á Möltu.

við gauti vorum inni á herbergi.

Ég var með tvö sápustykki sem ég var ný búin að kaupa.

imgres

———————————————————

06.06.2016

Mér var litið út um gluggann, sé þar gamla vinkonu sem ég hef ekki hitt lengi

koma ganandi í átt að húsinu mínu. Hún leiðir tvær litlar stúlkur.

Ég fer upp á Borðplötuna við eldhúsvaskinn til að sjá hana betur, hún lítur upp til mín.

imgres

————————————————

05.06.2016

Dreymdi að og Ásdís vorum með alveg eins hatta. Þeir voru sérstakir, barðastórir.

imgres

——————————————————

04.06.2016

Dreymdi að Davíð Oddson var að sækja á,

 við hlið hans sat kona, hún var sitjandi forseti.

imgres-1

——————————————————–

30.05.2016

Ég var niðrí steinsteyptum kjallara, útidyrabjallan hringir og ég fer til dyra.

Við þröskuldinn liggur gamall asískur barnagalli.

images

————————————————–

22.05.2016

Ég hitti konu sem var nýkomin úr aðgerð á heila.

Það var búið að brjóta upp á henni höfuðkúpuna og gera aðgerð.

Hún var með plástra yfir en það gapti samt inní kúpuna.

Konan var gjörsamlega áttavillt.

Jón Gnarr var þarna, hann var að senda mynt til útlanda og Silvía Nótt var uppi á hálofti.

imgres

——————————————————–

15.05.2016

Dreymdi að ég hefði hitt gamla skólasystur og nöfnu.

images

——————————————————

11.05.2016

Tveir draumar.

Ég var á pramma með einhverjum sem man ekki hver var.

Sá sem stýrði stímdi niður bát.

ég horfði á bátinn sökkva.

Seinna var ég að leita að einhverju, labbaði á milli búða.

í seinni draumnum var ég mætt í sálfræðitíma.

Sálfræðingurinn tók á móti mér og kynnti sig.

Ingibjörg.

Ég áttaði mig strax á að þessi kona var virkilega ófagleg og hreinlega hryllingur.

Ég snérist á hæl og hætti við að fara í  tímann.

images

————————————————————-

08.05.2016

Það gefur sig einhver á tal við mig og segir:

Ég ætlaði ekki að þekkja þig þú hefur gildnað.

Ég móðgaðist ekki, en var bara hissa.

Horfði niður eftir líkamanum hugsaði:

Er það?

images

———————————————–

27.05.2016

Í nótt komu til mín tveir draumar.

Ég var heima hjá Röggu, í garðinum hjá henni var snævi þakið fjall.

Við ákváðum að fara upp fjallið, ég var mjög hrædd en Begga Braga hvatti mig áfram.

Í hinum draumnum var ég í endurvinnslunni.

images

—————————————————-

26.04.2016

Ég horfði í spegil, á móti mér stóð lávaxinn maður með gleraugu.

Ég var maður, maður með axlasítt hár og gleraugu.

Ég tók af mér gleraugun og furðaði mig á því að ég sæi betur með þau.

imgres

——————————————————-

8.03.2016

Dreymdi að ég var með Júllu og Krumma, við vorum í einhverju svakalegu verkefni.

imgres

——————————————————-

1.03.2016

Ég var komin með aðgang að einkaþotum, flugvöllurinn sem þjónustaði þoturnar var ólýsanlegur.

images

———————————————

26.02.2016

Dreymdi að ég var flutt í aðra íbúð.

Við Gauti bjuggum á sitt hvorum staðnum.

Það sem mér fannst verst við þessa nýju íbúð sem var á jarðhæð var að svefnherbergis glugginn vísaði út á götu.

imgres

—————————————————-

25.02.2016

Dreymdi að pabbi og mamma voru bæði komin í nýtt nám.

images

———————————————————–

16.02.2016

Mig dreymir að Obama, forseti var á leiðinni í  heimsókn til móðurfjölskyldu minnar.

Obama mætir og ég horfi á alþýðulegu aðstæðurnar sem hann var í.

Það var ákveðið að halda veisluna heima hjá pabba og mömmu en við bjuggum ennþá í Norðurbrún.

Ég átti pantað í klippingu og kunni ekki við að sleppa tímanum.

í einni sviphendingu var ég stödd út á landi,

ég var í klippingu og bað hárgreiðslumeistarann sem skipti stöðugt um kyn að mála mig líka.

Ég fékk líka andlitsförðun, hann mátti ráða.

Ég hringi í Oddnýju systur.

Seinna í draumnum er ég á gangi út á landi og sé Oddnýju koma brunandi á svörtum bíl.

Hún er mjög hamingjusöm á leiðinni á tónleika með Bubba.

Ég finn tónleikana sem voru haldnir í gufubaði.

Einhver kona segir mér frá því að Bubbi þori sjaldan að bóka stóran sal, hann sé hræddur um að enginn komi.

images

———————————————————————-

23.01.2016

ég var með mömmu hjá afa og ömmu á eyrarbakka.

Amma var komin með aldzaimer´s.

Svefnherbergið þeirra var hrörlegt, byggt úr við.

Þar sem ég er að þurrka af sé ég að rúmið er gert úr mold.

í holum sem voru í rúminu uxu dökkvínrauðir túlípanar.

í draumnum var amma 75. ára.

images

—————————————————————

15.11.2015

Ég var í bíl, með Degi borgarstjóra og Gauta.

Tobbi var þarna líka, í plastpoka, hafði þvælst óvart með.

Við stoppuðum og ég og Dagur þræddum stórar fokheldar byggingar í Austurstræti.

ég talaði um að hægt væri að breyta þeim, opna bónus búð og húsgagna verslun.

Dagur talaði um að það vantaði tönn í Gauta.

Ég gleymdi að Tobbi var enn í pokanum,

þegar ég áttaði mig á því og leit ofaní pokann hélt ég eitt augnablik að Tobbi væri dáinn.

konungur_arrodans

———————————————————–

03.11.2015

Dreymdi að ég opnaði ísskápinn hjá mömmu vinkonu minnar.

Í hillunum var þvílíkt magn af mygluostum sem voru útrunnir eða við það að renna út.

images

——————————————————————–

29.10.2015

Dreymdi að ég var heima hjá úlfi og ara eldjárn, þeir bjuggu hlið við hlið.

Ari átti heima í ótrúlegu húsi,

Það var afskaplega fallegt.

á báðum heimilunum var mikið af börnum.

Ég fór niðri kjallara og var að tala við Gumma bróður í símann á meðan.

Niðri kjallaranum var snarbratt grasgróið gil,

ég klöngraðist niður, snögglega áttaði ég mig á því að þetta var hættulegt.

mjög hættulegt.

Ég komst aftur upp, Gummi var enn á línunni.

imgres

——————————————————-

28.10.2015

Dreymdi að ólöf arnalds hefði skipulagt einskonar yfirlitsýningu á túlkun hennar á verkum eftir myndlistarmenn.

Sýningin á kjarvalstöðum.

Ég vissi ekkert af þessu, en þarna var risa túlkun á innsetningu eftir mig.

Pabbi og mamma komu, þau voru mjög glöð og aðeins yngri en þau eru í dag.

Það var mikið af fólki, við settumst upp við vegg.

Allt í einu stóðu pabbi og mamma upp og gengu upp að píanói sem var í salnum.

Pabbi spilaði og mamma söng, þetta var ótrúlega flott.

Ég var hissa á hvað mamma söng vel, hrá túlkun.

Svo sé ég allt í einu birtist videó speglun á glampandi fleti píanónsins.

í myndinni lág afi í jakkafötum upp í rúmi og pabbi lág við hliðin á honum.

imgres

———————————————————-

20.10.2015

Það var afmælisveisla, ég hafði látið það berast að mig langaði í ákveðið ilmvatn með lavender ilmi.

Margir úr ritlistinni mættu og ég fékk þrjú glös af sama ilmvatninu, etude perfume, etude toilet

 og parfume.

imgres

————————————————————–

18.10.2015

Ég var búin að lita á mér hárið, það var mjög dökkt.

Allt í einu sé ég að liturinn er ekki eins.

Hárið var orðið ljóst með bleikum lokkum.

í draumnum vissi ég ekki af hverju en liturinn breyttist.

Mig grunaði að breytingin hefði orðið í sundi.

imgres

————————————————————————-

19.09.2015

Dreymdi að ég hefði fengið boð um að sækja um vinnu á auglýsingarstofunni sem Friðgeir vinnur á.

Ég var stödd í hæfnisprófi.

Þarna var magga bjarna og fleira fólk.

Ég var að þylja upp orð sem byrjuðu á Ui og átti að syngja vísnasöngva.

Ég hugsaði allan tíman, gott hvað ég er afslöppuð.

imgres

—————————————————-

13.09.2015

Dreymdi að unnusti vinkonu minnar væri kominn með staf.

images

———————————————————-

03.11.2015

Dreymdi að ég fékk far með Forsætisráðherra í bæinn.

Við vorum út á landi.

Á leiðinni þurftum við að gista í sama herbergi.

Hann var mjög góður bílstjóri það sá ég þegar við þurftum að snúa við eftir að ég stökk inn í bókabúð.

Ég spurði Sigmund Davíð hvort hann væri utan af landi og hann sagðist vera það.

images

——————————————————–

10. 08.2015

Dreymdi að harpa hefði sent skilaboð á facebook svo hljóðandi að hún saknaði okkar og bauð til veislu upp í sumarbústað.

yfir hundrað manns var boðið.

imgres

———————————————————————

28.07.2015

Ari Þjóðleikhússtjóri hafði misst annan fótinn í slysi, ég var svolítið lengi að taka við mér þar sem ég var á slysstað.

En svo gerði sig einhver tilbúinn að hjálpa honum og þá rauk ég af stað.

Ari afturá móti vildi enga hjálp og flytti sé inn i eitthvað herbergi.

Hann var svo komin með gervi fót sem ég sá af því hann var í stuttbuxum.

imgres

————————————————

19.07.2015

Dreymdi að ég var á einhverju svakalegu flakki með Snorra.

Fórum meðal annars á marga bari og lítinn sérstakan AA fund.

Við vorum á svakalegum hlaupum.

Það voru ferðalög framundan og við vorum að tala um flugferðir og lestarferðir.

Þegar við vorum svo að reyna að komast niðri í bæ hljóp Snorri yfir sæbrautina og stökk upp á byggingu og kippti niður stóru Oi sem var partur af nafni fyrirtækis.

imgres

—————————————————————-

18.07.2015

Við íbúðina okkar Gauta lág önnur flennistór íbúð.

Ég gekk inn í hana og hugsaði, það er fullt hérna í geymslu sem á eftir að henda.

Inn af geymslurýminu var salur sem var með allavega fimmtán metra lofthæð.

Loftið tók sig upp í spíssum á fimm stöðum og var málaður blátt.

Ég hugsaði, mig langar að mála allt í hvítum lit, við Gauti gætum haldið brúðkaupsveisluna hér heima.

images

——————————————————————————————

14.07.2015

Dreymdi að ég og Ásdís vorum að kenna leiklist upp í listaháskóla.

images

———————————————————–

13.07.2015

Ég hitti Davíð Örn, hann var með barnavagn í honum var undurfagur drengur.

images

————————————————————

07.07.2015

Ég var að ryksuga tröppur í stigagangi,

Lóa var í inni í íbúð sem var efst á ganginum.

Við töluðum saman í gegnum hurðina.

Ég var búin að breyta einni íbúð sem biðstofu.

Svo var ég í flugi, ási var þarna og jónsi.

Inni í flugvélinni voru íbúðir og ranghalar.

Ég var að tala við eiganda wowair.

við vorum að fara að lenda eftir mjög erfitt flug.

Eigandinn sagði mér að fara aftast út af súrefninu.

images

————————————————————–

04.07.2015

Dreymdi að ég var með ljóðaupplestur í Austurríki með stelpunum úr skólanum.

Ég var í síðum svörtum kjól með hnút í hárinu við hnakka.

Forsætisráðherra var þarna,

Ég vildi að forsætisráðherra fengi skilaboð frá mér að hvíla sig vel yfir helgina.

Hann var mjög veikur, jafnvel dauðvona.

Við hægri hlið hans var kona,

það hafði einhverja þýðingu í draumnum.

Þetta var ekki sigmundur davíð heldur Guðni Ágústsson.

Það voru fleiri ljóðahátíðir, ein á einhverjum bar í reykjavík.

Börn voru hrædd inni á þessum börum.

images

———————————————————-

30.06.2015

Dreymdi að köttur nágrannans var búinn að míga á mottu sem ég hafði hent út.

Nágranninn tók mottuna mína inn til sín.

images-2

—————————————————-

29.06.2015

Dreymdi að ég var alein og varð fyrir árás hjá Hlemmi.

Löggan kom vopnuð.

images

——————————————————

28. 06.2015

Dreymdi að Inga frænka kom með Aðalbjörgu í heimsókn.

Ég var frekar pirruð af því að þær gerðu ekki boð á undan sér.

558834_1385184565069209_1216707296_n

————————————————————

27.06.2015

Dreymdi að var að taka þátt í erlendri sýningu.

Þar var maður með uppblásna sundlaug.

í sundlauginni voru svo hundar sem komu upp úr lauginni og fóru svo aftur oafní.

images

————————————————————-

23.06.2015

ósk vilhjálms sagði að ritlistin væri í vinstra heilahvelinu en teikningin í því hægra.

Þá sagði stína, ég hef alltaf ljóðin á hægri síðunni og teikninguna á þeirri vinstri.

images

——————————————————————–

5.06.2015

Ég var með Hörpu og Kolbeini við vorum að lesa úr tækniteikningum.

Ég var nokkuð fær í þessum lestri.

Við grínuðumst með að kolbeinn ætti að fá sé tattúeraða tækniteikningu eftir hryggsúlunni.

Síðar í draumnum erum við stödd í bíl.

Harpa keyrir upp snarbratta fjallshlíð, ég hendi mér út úr bílnum.

Bílinn stendur á afturhlutanum lóðréttur í fjallinu.

Þau koma út og Við ræðum málin og horfum á bílinn.

imgres-1

 

———————————————————

29.05.2015

Dreymdi að ég var komin með hár sem náði niðrá rass.

imgres

—————————————————————

27.04.2015

Dreymdi að ég var með Mörtu Maríu á Smartlandi.

Ég var ný komin með doktorsgráðu.

imgres

—————————————————————-

21.04.2015

Ég keypti mér ljósbláan leðurstakk sem var á útsölu.

Á verðmiðanum stóð að 1918 hefði hann kostað fjögurhundruð  þúsund.

En nú 2015 kostaði hann 218.000.

Hann var á 80% afslætti og var því í draumnum á 30.000.-

Ég mátaði stakkinn, fóðrið var opið að framan en ég hugsaði, ég verð alltaf í bol undir.

Ég borgaði, undirskriftin mín var öðruvísi.

images

—————————————————-

11.04.2015

Í draumnum hugsaði ég: það er að koma heimsendir.

En ég náði á einhvernvegin að ýta hugsuninni frá mér.

Seinna í draumnum hringir Gummi bróðir og segir það væri að koma heimsendir.

imgres

—————————————————————————-

03.03.2015

Dreymdi að ég átti að vekja Sól í skólann, en vakti hana ekki.

Hún vaknaði alveg brjáluð.

imgres

———————————————————

10. 03.2015

Dreymdi að ég fór í fyrri hluta inntökuprófsins í læknisfræði, ég stóðst það próf.

Vildi hitta siggu dýralækni fyrir vestan, hún átti að hjálpa mér með seinni hluta prófsins.

Margir hundar voru í draumnum en sjálf var 28 ára.

Seinna var ég í sjónvarpsþætti um rasisma. Þarna var ég, ólöf skafta, júlla, natalie.

imgres

————————————————————————————————–

09.03.2015

Dreymdi að ég hitti Beggu, hún var barnshafandi, komin nokkra mánuði á leið.

Ég sagði, þú verður að hitta Ásdísi, hún er líka barnhafandi. Í draumnum fannst mér Stína einnig eiga von á barni.

images

——————————————————————————-

þegar ég vaknaði og labbaði fram hélt ég að við Gauti værum á Akureyri

imgres

————————————————————————

20.02.2015

Dreymdi að ég og Gauti gistum hjá Önnu Siggu og Úlfi.

Svo vaknaði ég og Gauti var ekki í húsinu.

Ég kallaði Gauti, Gauti.

1526176_10201931783430270_2012710645_n

————————————————————————-

19.02.2015

Dreymdi að ég var í rútu eða strætó sem Guðfinnur var að keyra.

Ég var í framandi borg og óttaðist að týnast.

Í rútunni sat ég með Lollu og Ilmi Stefáns.

Ilmur var að ráðleggja mér varðandi sýningu sem ég var að fara setja upp.

Það fór í taugarnar á mér.

images

—————————————————————————–

09.02.2015

Dreymdi að ég var með mikinn verk fyrir hjarta, ég gat gengið en samt kom sjúkrabíll að ná í mig.

imgres

—————————————————————————-

08.02.2015

Dreymdi að Eva gaf mér bleikan Chanel varalit.

Hún sagði að ég þyrfti að vera brosandi þegar ég væri með hann.

images

————————————————————————-

25.01.2015

Mig dreymdi að stór sending af ávöxtum var komin til landsins.

Ég ætlaði að kaupa inn en stór hluti skammtsins var að fara á spítala.

Ég sagðist vilja fá blóðappelsínur en mér var sagt að þær væru búnar.

Ég horfði í kringum mig og sá að það voru enn til blóðappelsínur sem litu þó út fyrir að vera appelsínur.

Ég fékk nokkrar.

images

——————————————————————————-

24.01.2015

Ég var að fagna með ágætlega stórum hóp opnun sýningar.

Halldór Björn var þarna, ég var að halda ræðu sem hann veitti litla athygli.

Ég talaði um að skera í gegnum óefnið.

Seinna var ég í leigubíl, við keyrðum á einhvern stað upp í fjöllum þar sem ég var að kenna.

imgres

——————————————————————————————————–

18.01.2015

Dreymdi að Kata Theo var komin í nýja íbúð.

Þar var hún með vinnuaðstöðu inni í fokheldu herbergi.

Inni stofunni var auka rúm þrátt fyrir að hún væri með svefnherbergi.

0131638_24-before_s4x3_lg

———————————————————————————————–

08.01.2015

Dreymdi Friðgeir og Kristínu Eysteins í nótt.

Ég var fyrir utan húsið hennar Kristínu.

Ég fór inn til hennar án þess að vita hvort að ég væri velkomin.

 Ég hafði orð á því hvað hún liti vel út og hún sagði það sama um mig.

Friðgeir var í bíl með okkur Gauta og einhverjum fleiri rafvirkjum.

Hann talaði um að hann fengi frían hádegis mat.

Seinna í draumnum tók ég eftir silfur hálsmeni sem Friðgeir var með.

Sigrún hafði gert þetta hálsmen, það var einskonar bikar eða drykkjarílát.

images

——————————————————————————————-

11.12.2014

Dreymdi að ég og Curver skiptumst á More og Capri sígarettum.

images

—————————————————————————–

15.10.2014

Mig dreymdi að ég sat með vinkonu minni  í tröppum.

Við  föðmuðumst.

Þetta var sterkt heilunarfaðmlag.

Við töluðum um líkamleg áhrif.

Ég grét, minnir mig.

Ég vildi vera lítil í hennar faðmi og að lokum fór ég niður á hné og kraup fyrir framan hana og bað hana að fyrirgefa mér.

Seinna dreymdi mig að Ásta ætti annað barn.

Í draumnum var það fimmta barnið.

images

————————————————————————————–

14.10.2014

Mig dreymdi að ég var að horfa á stjörubjartan himinn með Ritu og Piear Poulo.

Himininn var þakin stjörnum og Poulo vaggaði barnavagni.

Hann átti ekki drenginn sem var í vagninum.

images

—————————————————————————-

11.10.2014

Dreymdi að ég var í gæsluvarðahaldi í London.

ég hafði gleymt ferðatöskunni minni á paddinton lestarstöðinni.

Þetta var hryllilegt kvennafangelsi.

Ég var að reyna að skýra út fyrir fangaverði að gjörningalist væri virðuleg grein innan myndlistar.

Ég taldi upp námið sem ég hafði verið í.

martröð

ackgh5Z

—————————————————————————-

9.10.2014

Dreymi að Gauti hefði rakað af sér allt hárið.

imgres

——————————————————————-

2. 10.2014

Mig dreymdi að einn leikstjóri sem ég þekki væri að skilja.

imgres

————————————————————————–

25. 09. 2014

Dreymdi að mér var ekki boðið í afmæli Hörpu.

Dreymdi líka að Raggi Kjartans var að bjóða mér að láta heimsfrægan kennara fá handrit eftir mig.

Ég gleymdi tveimur pörum af skóm í skólanum.

Harpa kom þangað, hún var í glasi og sagði mér að ég hugsaði allt of mikið um sjálfan mig.

Það hringdi í mig stelpa og hún vildi fá hjálp því einhver hafði hafnað henni.

Ég hugsaði: ég á eftir að fara í gegnum höfnunina, ég get ekkert hjálpað.

images

——————————————————————————————-

19.11.2014

Mig dreymdi að ég var að versla jólagjafir, í miðjum hamaganginum finn ég rauða dúnúlpu.

úlpan var þykk og stór og glansaði á hana.

Ég hugsaði, þessi er góð í vetur og keypti hana handa mér.

images

———————————————————————————————–

28.07.2014

Dreymdi að ég var að horfa á mynd eftir Friðrik Þór – Í myndinni var verið að draga tennurnar úr einhverjum.

images

———————————————————————————-

23.07. 2014

Mig dreymdi að við Gauti áttum heima á einhverjum nýjum stað.

Gauti hafði keypt upp undir tuttugu og fimm ný ljós.

Þau voru gerðarleg úr messing.

Ég tók ekki strax eftir þeim, en þegar ég gerði það var ég nokkuð ánægð með þau.

Þegar hann setti þau í samband rauk úr innstungunum því kerfið þoldi ekki álagið.

Hann sagði mér einnig að pabbi gauta vildi að við flyttum út á land og að hann færi á sjóinn.

Ég var mjög hneiksluð á þessari uppástungu.

images

————————————————————————————-

19.07.2014

Mig dreymdi að ég var  stödd inn í íbúð með vinkonu minni.  íbúðina átti geðfatlaður maður.

Vinkona mín hafði tekið þátt í að breyta íbúðinni hans.

Áður hafði maður gengið Beint inn í stofuna en nú var hann kominn með Meira privazi.

Íbúði var mjög snyrtileg og það var búið að henda helling af drasli.

imgres

———————————————————————————————–

18.07. 2014

Dreymdi að ég drap geitung.

imgres

———————————————————————————-

17.07. 2014

Ég var með Oddnýju systur í kínverski verslun.

Við vorum að skoða dúkkur.

Ég var að kenna henni að þekkja muninn á ekta dúkkum og þeim sem voru eftirlíkingar.

imgres-1

————————————————————————–

22.06.2014

Dreymdi að Mikael Torfasson og Ingibjörg Sólrún í gervi karlmanns voru nauða lík.

images
images-1

————————————————————————

16. 06.2014

Mig dreymdi að Jón gnarr kom blind fullur eftir lokun í búðina hjá pabba og mömmu.

Við gauti ætluðum að fylgja honum upp á skrifstofu.

imgres

————————————————————————–

17.05.2014

Mig dreymdi að ég var inni á kostningaskrifstofu.

ég fékk skrifstofu en það var ekki sjálfsagt.

þar voru einnig listamenn með vinnustofur.

Byggingin var stór og flókin.

Ég var að skoða skó, tvö pör sem einhver listamannana var að gera.

Ég keypti grátt par, en þarna á vinnustofunni var verið að undirbúa sýningu.

Ég spurði listamennina hvort þeir væru ekkert hræddir um að verkin þeirra líktust of mikið tísku og hönnun.

Ekkert þeirra var það og þau skelltu í hverja sýninguna á fætur annari.

7963487847581590579

—————————————————————————————

10.05. 2014

Mig dreymdi að ég var að hanga með Steinda Jr.

þetta var flókinn draumur.

En Það sem stóð upp úr var að í draumnum vissi ég að hann langaði að skilja við konunua sína.

imgres

————————————————————————-

7.05.2014

Dreymdi að Hilli og Oddný hefðu haldið svakalegt kveðjuboð.

Ég var að plokka löng hár af kálfunum með augnháraplokkara.

Síðar í draumnum hittum við stína, Karlottu.

Karlotta faðmaði stínu að sér en þegar ég var um það bil að fara að faðma hana;

tók ég upp rauðann varalit og teiknaði strik þvert yfir hálsinn á henni.

Þegar enn lengra var liðið á drauminn

horfði ég á skilaboð á himnum sem ég var að senda frænku minni.

sms tákn sem birtust á himninum. Enn einn úr þeirra röðum var dáinn.

Sá sem hafði dáið birtist sem teiknuð sem mynd á himnum.

images

————————————————————–

6.05.2014

Mig dreymdi dáinn hest. Það var líka hundur þarna.

Við Harpa vorum í Israel. Harpa var að vinna með innflytendum.

Innflytendunum var skipt upp eftir þjóðerni.

Harpa vildi af einhverjum ástæðum ekki hleypa mér úr landi.

imgres

——————————————————————-

5.05. 2014

Mig dreymdi að Hörður Braga hringdi í mig.

Hann var í miklu uppnámi því upptökur af verki sem ég hafði leikstýrt eftir Magnús Pálsson höfðu tapast.

ég rauk af stað niðri einhvert listasafn.

Þegar ég nálgaðist salinn heyrði ég Ragnar Kjartansson segja

„þetta er fallegasta verk sem ég hef séð“

Þegar inn í salinn var komið var á öðrum vegnum vídeo varpað í hringlaga form en í hinum endanum svaf ásdís í rúmi.

á þeim endanum var skúlptúr af sæng og kodda sem liðu um.

Ragnar sat við rúmstokkinn hjá Ásdísi.

Ég settist líka á rúmstokkin hjá henni og sagði.

Það er búið að stela verkinu mínu, ég gerði svona verk árið tvöþúsund.

Ég og ásdís hlógum að þessu. Ragna muldraði eitthvað

imgres

———————————————————

4.05.2014

Mig dreymdi að ég var einfætt, það var búið að taka af mér hægri fótinn upp að hné.

Ég var að leita að skóm.

imgres-1

———————————————————————

2.05. 2014

Mig dreymdi að nágranni minn á neðri hæðiinni væri að flytja og vildi selja íbúðina sína.

Hann talaði um að hann vildi ekki bindast einhverri íbúð,

að hann vildi ferðast og vera frjáls. Ég man að í draumnum vildi ég kaupa neðri hæðina,

en þegar hann talaði um frelsið hugsaði ég: Af hverju að eiga stærri íbúð?

imgres

———————————————————————–

1.05. 2014

Mig dreymdi að við gauti vorum að kafa í sundlaug.

Gauti grípur allt í einu um axlir mína og setur ennið fast upp við mitt.

Ég gat ekki andað, vegna þess hversu nálæt hann var vitum mínum.

hann synti svo með mig undir stiga  á einhvern hættulegann stað þar sem við hefðum léttileg getað drukknað.

images

———————————————————————–

8.04. 2014

Mig dreymdi að ég var í tölvuleik í spilakassa.

Við hlið mér var Árni Sveins, hann hafði fengið þartilgerð egg sem pössuðu í leikinn sem hann var að spila.

Egginn gáfu honum mörg líf.

Við töluðum um hvað það væri erfitt að finna sér eitthvað að gera í frítíma.

Draumurinn skipti um svið og ég var stödd þar sem fornámið fyrir LIstaháskólann er kennt.

Ég var æst í að komast aftur í fornámið.

Mig langaði að taka eina önn og ná betri tökum á málun.

images

—————————————————————–

25.03.2014

Ég og Ásdís gengum hlið við hlið í austurhluta borgarinnar.

Við vorum báðar í neon rauðum jökkum.

Þegar við komum inn í botlanga var þar sumarbústaður sem við ætluðum að leigja.

Rúnar Guðbrands hafði verið með bústaðinn á leigu áður en við komum.

Bústaðurinn var í eigu bændasamtakana og þar voru hans fulltrúar.

Þeir töluðu um hversu fínn bústaður væri. við fengum afslátt,

því við komum seint.

————————————————————————————–

20.02.2014

mig dreymdi að ég átti langt samtal við símon birgis í síma.

hann var byrjaður með einni stelpu sem er með mér í bekk í ritlist.

síðar var ég á sýningu hjá sunnu, hún var búin að gera ótrúlega búninga á fólk.

þeir voru úr leðri og voru hver öðrum fallegri.

Svo var ég komin á rúntinn með Laufeyju.

hún var að selja lopaboli.

meðferðis var hún með heilu kassana af vörum og fór á milli að selja.

Aldrei tók hún sýnishorn með.

það versta var að hún var komin í eiturlyf og var undir miklum áhrifum.

———————————————————

13.02.2014

Mig dreymdi að ég var heima hjá Ásdísi. Í gluggakistunum var nokkur smjör stykki. Sum voru bráðin.

—————————————————–

06.02.2014

Eva kom til mín í draumi, hún var barnshafnandi.

við föðmuðumst og það var engu líkara en að við rynnum saman.

í næstu senu draumsins var ég að fæða barn.

heimafæðing.

———————————————————————————–

05.02. 2014

mig dreymdi að við gauti værum að flytja í hús sem var í eigu fjölskyldunnar á álftanesi.

Húsið var með bogadregnum gluggum,

arabískur húsastíll.

Ég var að skoða húsið með Jósu.

ég sagði henni frá að Valdi og erna hefðu fengið að vera í húsinu þar til núna.

Ég spurði jósu að því hvort hún vildi vera hjá okkur þar til hún fyndi mann.

hvort hún vildi sjá um barnið og mat á gegn fríu húsnæði.

ég hugsaði, mig hefur alltaf dreymt um svona hús.

Húsið og garðurinn var svo fallegur að það var draumi líkast.

Það var nótt og tunglinskyn, stórt laufmikið tré og tveir svanir.

—————————————————————————————-

04.02.2014

Mig dreymdi glerborgir. Land sem var ótrúlegt viðskiptaveldi. háir turnar.

Ég var stödd inn í einum þeirra.

Ég hugsaði, þetta á allt eftir að hrynja.

svo fór ég inn á aðal skrifstofuna.

——————————————————————————————

30.01.2014

í nótt var ég á einhverri ótrúlegri eyju – eyjan var agnarsmá.

Það var tónlistarfestival. Mikill heimsenda yfribragð ríkti á eyjunni.

eN í tónlistar og myndbanda gerð voru ótrúlegir hlutir að gerast.

Ásdís hafði beðið mig að koma með sér til að hjálpa sér við að setja texta undir tónlistamyndband.

Í bandinu  voru allavega tíu konur.

ég þyrfti að vera rithöfunudur til að lýsa hvernig umhorfs var þarna.

Það var kannski líkast því að á eyjunni byggju framtíðar horderar.

Blade runner fílingur og líka robo cop.

Við ásdís vorum upp á hálofti að skoða myndbandið.

Það var þvílíkt drast þarna.

Fólkið hafi varið sig á án þess að leyfa hernum að grípa í taumanan eða gefið öðrum leyfi til að verja eyjuna.

 þarna sátum við og horfðum á eitt það flottasta tónlistarvideo sem ég hef  séð.

fólk druknaði í kviksyndi bóka.

Ég get ómögulega útskýrt hvað ég sá.

EN í lokin sagði ég við Ádísi að það ætti alls ekki að setja texta undir videoið.

Boðskapur verksins væri einfaldur og engin þörf á frekari útskýringum.

Ásdís var sammála mér.

Svo horfði ég á þegar herþotum var hleypt af stað.

Það var líka mikið af fólki sem gat galdrað.

og þá fór þetta að tengjast ströndum.

Ég hafði litla trú á þessum göldrum. En eitt skal ég segja ykkur,

allt í umhverfi darumsins var magnað.

————————————————————————————-

28. 12. 2014

Mig dreymdi að ég stóð upp á steini  og var að horfa á upptökur á áramóta skaupinu.

KRISTÍN EYsteinsdóttir var að leikstýra.

Hallgrímur helga kom og spurði mig út í hvort ég hefði verið kosin á þing .

Agla var þarna líka. Ég sagði að ég væri í háskólanum.

Svo kom tóta vinkona Jósu.

En eins og um svo marga drauma endaði þetta í óminni.

——————————————————————————–

23.01. 2014

Darri sagði við mig að hann saknaði mín og

enn frekar að fá að sjá gjörning eftir mig.

————————————————————————————-

21.01.2014

Mig dreyndi að magga bjarna var búin að kaupa litla íbúð – hún veðjaði á eitthvað sem var svo rétt.

Það var hellingur af flugvélum í draumnum.

——————————————————————————–

20.01.2014

Dreymdi í nótt kisu, hún var að gjóta og ég var að taka á móti.

það furðulega var að hún eignaðist mjalla hvítt lamb.

í fyrstu virtist lambið dáið, en ég blés lífi í það.

Það hoppaði út allt.

Það var líka mikið um húsþökum í draumnum.

——————————————————————————————–

18.01.2014

Mig dreymdi að ein planta sem ég átti hefði visnað – öll laufblöðin voru fallin.

Ég vissi ekki hvort ég hafði vökvað of mikið eða lítið.

—————————————————————————-

16.01.2014

mig dreymdi að ég var inni í sveat tjaldi.

þar var maður sem ég kannast við en man ekki hvað heitir.

Hann var í einhverjum vandræðum með sjálfan sig.

Skyndilega breytist hann í stelpu sem ég þekki.

ég talaði við hana um alkahólisma.

———————————————————————————————–

2.01. 2104

Dreymdi að Egill Sæ var að mála sig með mínu snyrtidóti.

—————————————————————————————–

 

30.12.2013

Dreymdi að einhver hafði sett á netið video af performance sem ég og Ásdís höfðum gert.

Ég mundi ekkert eftir að hafa gert þennan gjörning, en ég var oftast ber að ofan í myndbrotunum.

Búningarnir sem við vorum í miklir og fallegir.

Ég skammaðist mín.

————————————————————————————

24.12.1013

Maggi arkitekt var að leita að plastpoka, hann var að þykjast vera leiður.

Ég fann poka sem var rauður og sagði: Maggi, er ekki rauður uppáhalds liturinn þinn.

  Svo var Siggi páls allt í einu kominn.

Ég var með poka sem var með texta sem tengdist sýningu.

við töluðum um sýninguna.

Um hvernig sýningin hefði fyrst ekki litið vel út, en hafi svo smá saman byggst þannig upp að hún varð góð.

svo var ég út í bíl fyrir utan hún með Jósu,

Bjargey og stebbi voru þarna líka – ég sagði við hana að hún væri frekja að setjast í framsætið.

Jósa fór inn í  hús  en Stebbi beið út í bíl ,

hann talaði um að fólk mætti ekki hengja út þvott,

að það kæmi illa út fyrir ímynd borgarinnar.

Hann sagði líka að hann gæti ekki farið inn í íbúðina sem þau jósa leigðu af  því að hann myndi vera eyðilagður í svo langan tíma á eftir.

——————————————————————————————————-

 
21.12.2013

Mig dreymdi að ég var að vinna að málverki. Friðgeir og Sigrún voru þarna líka.

Sigrún var einnig að vinna að verki.

Ég man að málverkið var tvískipt.

Annar hlutinn var hálf auður, en á hinum man ég ekki hvað var á.

Ég man að verkið var mjög gott.

———————————————————————————-

15. 12. 2013

Mig dreymdi…þessi hluti draumsins er óljósar myndir.

 ég sat við borð með Hörpu og Ástu og Katrínu.

Seinna var ég að labba á strönd með Katrínu og Dimmu.

Draumurinn skipti um svið…

…Ég var að labba í burtu frá samræðum við Vigdísi Hauksdóttur.

Pabbi var þarna líka, hann sagði eitthvað í þessa átt:

Þegar ég er óánægður með eitthvað læt ég heyra í mér, þess vegna sendi ég þessi kvörtunar bréf.

Ég sagði: Það er ekki hægt að horfa til vinsti eða hægri, þetta væri ónýtur strúktúr.

————————————————————————————————–

11.12.2013

Mig dreymdi að Rúnar Helgi spurði mig hvað ég væri með í mánaðarlaun.

„Ertu með miljón á mánuði?“ Ég varð mjög hissa.

—————————————————————————————–

3.12.2013

Dreymdi að einhver sagðist hafa farið að gráta hún las loka línurnar í kvikmyndahandiritinu mínu.

—————————————————————————————-

28.11.2013

Mig dreymdi að ég var að lesa bók, innan úr bókinni datt blað.

„kæri sáli …(eitthvað – man ekki hvað)

Ég hélt að Oddný systir hefði skrifað þetta en

þá var það tannlæknir sem ég var einu sinni hjá.

Síðan vorum við mamma og pabbi, Eva og Árni í einhverjum lyftum.

Þau voru með mat í fernum.

Við vorum í skýjaklúfri.

Pabbi var að hjálpa okkur að gera eitthvað úr þessum mat.

Þetta var bras.

Svo var það konan með fullu kistuna af baunum.

Ég sagði henni að steikja með þessu rækjur.

Þetta var fátæk kona. Ég var komin í Terapíu,

en var samt á einvhern hátt að aðstoða dóttur hennar.

Við Begga vorum líka að skipuleggja sundferðir.

Ég vildi hafa allt laust, hún vildi skipuleggja allt.

——————————————————————————–

4.11.2013

Mig dreymdi að Stína hefði ekki boðið mér í afmælið sitt.

Ég var sár.

Ég var síðar í draumnum stödd á Möltu með hópi listamanna.

Það var vetur og allt grátt og óhuggulegt,

ég fór með einhverjum í strætó á milli Borga.

Borgirnar voru skrítnar.

———————————————————————————————–

 

27.10.2013

Mig dreymdi Odnnýju og Agnesi kærustu kristins í nótt.

Oddný var að skoða eldgamalt skrautskriftarsett,

annað var með betri penna en hitt var fallegra.

Ég var að reyna að hjálpa oddnýju að velja á milli.

Hún hætti við að kaupa settið, vildi bíða með þetta.

Í draumnum var ég síðar stödd með agnesi í bíl.

Hún sýndi mér peningabúnt sem hún átti.

Ég var að ráðleggja henni að geyma einhvern hluta þess.

Við fórum svo saman í skóbúð þar afgreiddi gömul vinaleg kona okkur.

Agnes var búin að panta skó sem voru komnir í búðina, ég mátaði annað parið til gamans, Hún hitt.

Skórnir sem Agnaes mátaði  voru mjög gerðarlegt með  háum stöðugum sólum.

Hún keypti skóna.

——————————————————————————

 

26.10.2013

Dreymdi að ég væri farin í bakinu.

Friðgeir hafði miklar áhyggjur af þessu ástandi.

Eva var ólétt af öðru barni.

—————————————————————————

13.10.2013

Ég var í háskólanum á möltu að læra eitthvað.

Hlín Aganars var að kenna þar og hafði látið þrár manneskjur leika kennara í háskólanum.

Ég hringdi í morgunblaðið og sagði frá þessu.

Blaðamaðurinn skrifaði niður fréttina og var mjög áhugasamur.

———————————————————————————————–

08.10.2013

Mig dreymdi að pabbi Hörpu og ástu var að breyta öllu heima hjá sér.

ég sagði, það er svo gott að breyta til.

——————————————————————————————-

05.10.2013

Mig dreymdi að ég var í fjallgöngu með fjölskyldunni.

Þau öll nema ég og Sól voru komin upp á topp fjallsins.

Þau voru á leiðinni niður aðra hlíðfjallsins.

Það reyndist okkur sól erfitt að komast niður fjallið.

Pabbi labbaði því aftur upp á topp og og hjálpaði okkur sól niður.

—————————————————————————————————————–

04.10.2013

Hún sat við borð, andlitið á henni var breytt, nú bar hún andlit mannsins síns.

Undir belti bar hún barn, barn sem var ekki með neinar hendur.

————————————————————————————————-

03.10.2013

Við Gauti vorum í áður  óþekktri borg. við löbbuðum yfir brýr, það var ógn, menn.

Ég var síðan með öðrum listamönnun, einhvernstaðar. ég keypti skrítinn skyndibita og tóbak.

Hlín Agnars var líka þarna. Ég horfði á myndband af snjóflóði.

Ég grét af því að til Íslands voru komnir ferðamenn sem áttu eftir að deyja.

———————————————————————————————————–

28.09.2013

Kisurnar hans Friðgeirs voru farnar að leika í bíómyndum.

Hann sagðist fá háa upphæð fyrir að lána þær í kvikmyndir.

Ég sagði, kannski get ég farið með Ljósnas og Tobba, þeir geta líka leikið.

Ég spurði Friðgeir hvort ég gæti fengið númerið hjá kvikmyndafyrirtækinu.

Ég hugsaði samt með mér að kannski myndi Tobba og Ljónasi líða illa á settinu.

Að kannski væri mikill hávaði þar og þeir þyrftu að vera í búrum.

Friðgeir vildi ekki láta mig fá númerið, hann saðist sjálfur vera með fimm ketti og vildi koma þeim öllum að.

—————————————————————————————————-

25.09.2013

Dreymdi að við gauti vorum að skoða íbúð á Möltu.

Þetta var ný blokkaríbúð, nokkuð falleg.

Fyrr í draumnum höfðum við ætlað að fara með Jónsa á fuglaveiðar.

Hann ásakaði mig um að ég hafði eldað fuglinn vitlaust síðast þegar við fórum á veiðar.

Ég labbaði með fram ströndinni þar sem var markaður.

Ein stúlka vildi ólm selja mér kjól, ég leit á merkið og á stóð holy….(man ekki alveg).

Ég keypti ekki kjólinn.

Ég var með mömmu í símanum, ég sagði henni samt frá kjólnum.

Stína og Steinar voru þarna líka, þau voru á leiðinni í ferðalag. Stína var með útblásinn maga.

Hún hjálpaði mér með texta og fór og keypti ís handa okkur.

———————————————————————————

22.09.2013

Dreymdi að Begga var búin að lita á sér hárið svart.

Hún var með topp og hárið var mjög sítt.

Í hárinu voru gullitaðir blettir.

Mér fannst þetta mjög fallegt en Harpa var ekki sammála.

Svo var ég á tala við leikstjóra – hann sagði að það eina sem að hann vildi væri að vera elskaður.

———————————————————————————————-

8.09.2013

þar sem Ég horfi til himinins sé ég að tákn streyma fram hjá í skýjunum.

Tölustafir, nöfn og stafarugl.

Ég hugsaði, ég verð að komast í upptöku af þessu til að geta lesið í táknin.

Buch fyrrum forseti bandaríkanna kom með yfirlýsingu um táknin. Hann sagði að þetta væri eðlilegt.

Seinna í draumnum þurfti ég að labba til baka – leið sem ég hafði farið áður.

Ég var mjög hrædd, því þarna voru núna komnar gröfur og allt var út í reyk.

Ég gekk þó í gegnum vélaskóginn.

Seinna í draumnum var ég að þrífa eldhús sem var sameign myndlistarmanna.

Þar voru Unnar, Karlotta og Bryndís.

Við vorum ekki sammála um hversu vel þyrfti að þrífa.

ég vildi fara með dósir og annað í endurvinnsluna.

———————————————————————————————-

3.09.2013

í nótt dreymdi mig að ég og Gabríella áttum langt og gott samtal.

Um hvað, man ég ekki.

——————————————————————————————–

2.09.2013

Mig dreymdi að ég var stödd í  borg sem lá við sjó.

Þetta var við miðjarðarhafið að ég hélt.

Ég var komin inn í skemmu þar sem voru

lömb, kanínur, kisur og ljón með ljónsunga.

Í fyrstu var ég pínu hrædd, en svo var mér sagt að öll dýrin væru ljúf og góð.

Stuttu síðar var ég að sópa gólf á hnjánum.

Ég spurði hver hefði átt þetta magnaða hús sem ég var að þrífa, það var leikona með spádómsgáfu.

Og borgin sem ég var stödd í var Kópavogur, ég var ekki við miðjarðarhafið.

Ég fann loksins kúst með skafti og gat sópað upprétt.

Einar var þarna.

———————————————————————————-

14.08. 2013

Í nótt hrósaði ég Jónsa fyrir mynd sem að hann hafði gert.

Myndin  líktist málverkum sem ég hafði gert.

Ég sagði að nú væri hann farin að gera nútímalegar myndir.

————————————————————————————————–

06.07.2013

Dreymdi í nótt að maður vinkonu minnar var búin að tæma

vinnuherbergið sitt. Ég var að kíkja á mjög skrítna sófa sem hann var að

losa sig við.

——————————————————————————–

03.06. 2013

Mig dreymdi að ég var að skála fyrir því hvernig

dekkað var upp í einhverri svakalegri menningarveislu.

Sumir fussuðu, því þarna var leirtauið að mestu leiti ósamstætt.

Ég sagði að svona ætti þetta að vera.

Síðan voru teknir fram pallar sem ég og Bryndís áttum að sitja við.

Heiðurspallar kennara.

——————————————————————————————————-

20.05 2013

Ég átti eftir að skila inn vinnubókum í tveimur ljóðakúrsum.

Ásdís og Unnar voru  líka í þessum tímum.

Ég tók vitlausan strætó, var komin heim til pabba og mömmu.

Það var eitthvað fólk inn í stofu hjá þeim, en mamma var sofandi.

 Einhver sagði mér einkunnin lækkaði um einn heilan hvern dag sem ekki var búið að skila inn.

Ljóðin mín voru út um allt og þetta var mjög niðurdrepandi.

————————————————————————————–

05.05. 2013

Mig dreymdi að ég væri að príla á húsþökum.

Ég varð lofthrædd og smeigði mér inn um glugga á næstu íbúð.

 Þar inni var ógeðslegur maður sem ég var mjög hrædd við.

Ég tók upp símann og hringdi í 1717 sem var neyðarnúmerið.

———————————————————————————

04.05. 2013

Við  Harpa Arnardóttir vorum að keyra á bílaplani.

Það var einn annar bíll á planinu.

hann var kyrrstæður og í honum voru tveir strákar.

Þeir hrópuðu eitthvað út um bílrúðuna, ég varð mjög hrædd,

læsti bílhurðinni og sagði Hörpu að gefa í.

Seinna í draumnum hitti ég Hörpu en þá hafði hún ætlað að láta draga úr sér eina tönn.

Það fór ekki betur en svo að allar tennurnar voru dregnar úr henni.

Hún var alveg tannlaus.

———————————————————————-

03.05.2013

Mig dreymdi að ég var í rútu sem keyrði á milli hótela. Ég var að leita að herbergi.

Það var mjög erfitt að fá herbergi.

——————————————————————————————

26.04.2013

Ég var að lesa blað, á forsíðunnni var ljósmynd af einhverjum mönnum, davíð oddsyni og pabba.

Pabbi var rosalega glaður á myndinni.

Pabbi var með kassa á hausnum sem var fullur af frímerkjum, afklippum. Síðar sá ég líka Bjarna Ben.

Allt í einu var ég í einhverri borg með Sigtryggi berg.

hann var með bakpoka með tveimur heimspeki ritum.

Hann sagði frá kenningum en ég kom með mótrök.

Seinna var ég á mínu æsku heimili. við rúmið hjá mömmu var mikið af þvotti.

ég var í litla herberginu á ganginum.

Við pabbi vorum að kíkja á einhverjar bækur. þær voru mjög gamlar.

—————————————————————————————————-

24.04.2013

Mig dreymdi að við Gauti værum að ferðast með easy Jet flugfélaginu.

Ég spurði sjálfan mig hvort þetta væri nógu öruggt.

—————————————————————————————

23.04.2013

Dreymdi að krístín og Sigurður væru að borða bjúga.

Ég hugsaði, þau eru líklega úr sveit.

 

——————————————————————————————-

07.04.2003

MIg dreymdi að ég var niðri Tjarnarbíói.

Þar voru Vignir og Víkingur og Ragnar Braga.

Ég var á leiðinni á fund við Hjálmar rektor LHÍ.

Ég brá mér eitthvað frá en þá notuðu strákarnir tækifærið og borðuðu allt nestið mitt.

Skildu aðeins leyfarnar eftir sem þeim líkaði ekki.

Ég varð gríðarlega sár og innti eftir svörum – hvers vegna borðuð þeir allt frá mér.

ÞEir voru bara með stæla. Ragnar B. var með annan helming andlitsins málaðann.

hann gat á einhvern furðulegan máta  bara sýnt annan helming andlits.

Hinn helgmingin notaði hann til að gera lítið úr mér við strákana.

Loksins komst ég að hjá Hjálmari Ragnarssyni.

en þar sem ég sit við borðið tekur hann upp svartan spilastokk

Báðar hliðar spilanna voru svartar.

við það skipti draumurinn um svið, ég var  komin til GUðfinns.

hann er mjög kátur og glaður því hann var búin að kaupa spilastokk .

Stokk sem var alveg auður báðum megin.

Hvít spil.

————————————————————————————————

06.04.2013

 Það var einhver brjálaður í draumnum.

Síðar var ég heima hjá Oddnýju systur þó ekki á hennar heimili eins og það er í dag.

FLækjustig darumsins er þarna orðið mikið.

Ég var með kissuberjatómatakassa,

Þetta snérist um Chakalann, Oddný var búin að fá leðurjakka sem hún hafði keypt af mömmu.

Hún hafði sagt við mömmu:

hér eru fimmþúsund og eitthvað krónur og tekið jakkann.

Ég mátaði jakkann,

hann var stuttur með kögri og sá að þessi jakki klæddi mig betur en Chakalinn .

Mér fannst frekt af Oddnýju að taka jakann,

Síðar var ég í einhverri risabygginu sem var búið að breyta í  listasafn.

 þar var mikil veisla þarna. Það voru margir Íslenskir leikarar þarna.

Nokkrir voru í dragi, Ég man AÐ jón páll tattomeistari var þarna.

Það var eitthvað matar mál í gangi. Hver ætti hvað.

Síðar var ég farþegi í  bíl sem var á leiðinni til L.A .

á móti okkur kom annar bíll sem ók beint framan á okkur.

Við sluppum vel og ég hugsaði um tryggingar.

Ég held að við höfum farið aftur á listasafnið.

Þar var rifist um feminisma.

—————————————————————————————————–

05.04.2013

MIg dreymdi að ég sópaði upp flugu og setti hana inn í Biblíuna,

vinkona mín sagði mér að þannig væri best að hafa það.

flugan myndi síðan verða að púpu.

Ástæðan fyrir þessum gjörningi var að strákurinn sem ég var  hrifin átti að verða

 aftur og aftur hrifinn af mér.

Svo voru pabbi og mamma þarna,

ég var búin að vera að flokka mikið af dóti  í kössum, henda miklu.

Ég sýndi foreldrum mínum  hvað það ætti eftir að flokka lítið .

það hundur í draumnum sem var innilega vinveittur og ég var góð við hann.

————————————————————————————————————-

04.04.2013

Mig dreymdi að ég var í stórborg.

Ég bjó í leiguhúsnæði.  Anna Sigga var í draumnum.

Ég var að dansa. Mamma og pabbi voru líka í draumnum.

Einhver var með blis.

Ég var að spila póker. kallaði á Gauta til að fá hjálp en hann kom of seint.

Ég var búin að tapa.

Það var seinkun á einhverju.

í draumnum voru líka litlar flugvélar.

Dætur ástrósar voru í draumnum. Önnur þeirra sú eldri var rosalegur dansari,

líktist undrabarni.

——————————————————————————————————

30.03.2013

Mig dreymdi að ég var inn á einskonar skemmtistað.

Friðgeir var þarna. Hrafnhildur og fleira fólk úr ritlistinni líka Hannes og man ekki meir.

Þetta snérist um hvort við værum búin að fá leyfi fyrir einhverju.

Draumurinn var eiginlega of mikið mauk svo hægt sé að koma honum almennilega frá sér.

————————————————————————–

26.03.2013

Dreymdi að vinkona mín var að máta jakka sem maðurinn hennar hafði gefið henni.

jakkinn var allt og lítill þar sem hún hafði bætt aðeins á sig.

Hún var svo komin með samskonar jakka en í stærra númeri.

En þá var hann of stór.

Jakkinn var grár og frekar herralegur

———————————————————————————————————-

22.03.2013

Mig dreymdi að Guðrún Ásmundsdóttir færði mér lyklakippu.

Á kippunni áttu að vera tveir lyklar en þá vantaði.

Guðrún fann þá og bað mig að fara í kirkjuna og ná í eitthvað sem ég man ekki hvað var.

Ég fann samt að ég var eitthvað smeik við að fara ein.

Það var töluverður hópur af fólki fyrir utan kirkjuna,

mikið að listamönnum.

Ég man að Snorri, VAldi og Erna voru þarna og ég bað Ernu um að koma með mér.

Mér fannst eins og Snorri væri svolítið fúll að Guðrún skyldi biðja mig að fara en ekki hann.

Síðan var ég í skrítinni búð að kaupa leir,

þetta var hvítur Fabu leir. Það voru líka skrítnir matarvagnar í draumnum.

Borgir.

———————————————————————————————–

21.03.2013

MIg dreymdi að Magga Bjarna var að sýna mér að það væri ansi mikil ló undir ofnunum hjá mér.

Ég man ég skammaðist mín og sagði henni að þetta væri nú vanalega ekki svona.

Að ég þrifi yfirleitt með tusku undir ofnunum.

Svo sagði hún mér að ég ætti taka þurrt sápustykki og nudda því yfir andlitið,

þannig myndi ég ná því alveg sléttri áferð.

Ég horfði í spegil og nuddaði yfir allt andlitið sápu.

Ég varð slétt.

—————————————————————————————————-

20.03.2013

Mig dreymdi að mamma sagði mér að  hún væri svo hrifin af fuglum.

Ég sagði henni að hún hafi ekki verið það áður.

Svo var ég á leiksýningu hjá Viðari.

Þetta var lítil sýning. Allir leikararnir í sýninginnu voru naktir og sýningin færðist milli staða.

Staða sem flestir voru litlir. Síðar var ég  í vesturbænum,

þar var ég að flytja hvít auð auglýsingaspjöld

inn á kaffihús. Ég hafði orð á því að svona spjöld væru bara í vesturbænum.

Að enginn þorði að hafa spjöldin úti yfir nótt annars staðar.

———————————————————————————-

19.03.2013

MIg dreymdi að Gauti var að máta nýja skó,

þeir voru fóðraðir að innan.

———————————————————————————————–

16.03. 2013

Mjög óljós nótt, en það var stætisvagn í draumnum.

——————————————————————————————————————

19.02. 2013

Mig dreymdi að við Gauti breyttum miða sem við áttum til

Milanó og ákváðum að fara frekar til Sikiley. Ég var að kveðja pabba og mömmu á

flugvellinum og mamma talaði um að við værum dramatísk fjölskylda.

Ég millilenti og var á einhverju Hóteli.

Þar fann ég úr af Hilmari – verulega vandað og veglegt úr sem

hann hafði gleymt.

————————————————————————-

15.02. 2013

Mig dreymdi að Berglind kom í heimsókn.

hún var mun hærri en hún er og í skósíðri kápu.

Síðar var ég stödd í fatabúð með mömmu, hún var að velja sér yfirhöfn.

Hana langaði í tvo jakka – annar var frekar litríkur síður en hinn stuttur

og svartur. Hún valdi þann svarta.

Seinna í draumnum sá ég unga konu með litla stelpu.

Þær voru báðar með hár niðrá hæla. Hár þeirra var mjög ritjulegt.

Ég gaf mig á tal við þær út af hárinu og við ákváðum að hittast daginn eftir.

Ég þurfti að labba nokkuð langt til að hitta þær, ég tók

eftir því að stelpan var illa hirt og í skítugum kjól.

Síðar hitti ég menn sem sögðu mér að ég ætti að skella mér

til útlanda  (man ekki hvert) að sjá Amadeus uppfærslu.

Ég sagði þeim að ég myndi fara með Gumma bróður.

——————————————————————————–

09. 02. 2013

MIg dreymdi að ég var í lest með Stínu – við héldum að við værum í vitlausri lest.

 Svo við  fórum úr lestinni og vorum á leiðinni niður

 virkilega hættulega brekku til að taka rétta lest.

En þá föttuðum við að þetta var rétt lest sem við höfðum verið í.

Svo við fórum með henni.

HIlmar var líka í draumnum,  þetta var óljóst –

en þetta hafði eitthvað með rafmagn að gera og tímamæli.

hann tengdi það og lagaði. Allt var gott.

————————————————————————————-

05. 02. 2013

Mig dreymdi að Snorri hefði fengið tvær residensíur úthlutaðar.

Önnur var uppí Breiðholti hin í Belgíu.

Ég spurði út í dóttur hans og það var annað lítið barn.

Ég sagði við hann að annað hvort væri verið að launa honum góðmennsku, eða hann væri

á stað þar sem allar hans óskir rættust.

Svo var ég að rífast við Oddnýju – heiftarlegt rifrildi sem stigmagnaðist þar til við

vorum farnar að slást.

————————————————————————————————–

04.02.2013

Mig dreymdi að ég væri að mála bíl með svörtu lakki.

——————————————————————————–

02. 02. 2013

Við Gauti áttum heima á lofti.

Þar sem að ég kem heim blasa við mér sex svartir kettir sem búnir voru að koma sér vel fyrir.

þeir voru mjög grimmir.

LJónas og Tobbi voru í hnipri.

ég hugsaði: vonandi eru þessir sex ekki búnir að míga hérna og taka  yfir.

——————————————————————————

30.01. 2013

Dreymdi að ég var á ferðalagi – var að koma aftur á stað sem var mér kær.

Staðurinn var meðfram strandlengju.

Ég talaði um í draumnum að við Gauti myndum koma aftur á næsta ári og keyra þá um.

Magga Bjarna var líka í draumnum,

við vorum að tala við Heimi frænda Hilla.

Ég var á þessum sama stað en nú var ég út á bát.

Það var gamall maður í bátnum sem að vildi ná í sef úr hafinu.

Ég bannaði honum það, hann var of gamall til hreyfa sig of mikið.

——————————————————————————————————-

28.01. 2013

Mig dreymdi að ég var alveg brjáluð út í Oddnýju systur.

Hún var að nota mínar hugmyndir í myndlistarverk sem hún var að gera.

Ég var heima hjá rapparastrák sem að er í AA ég var búin að setja mikið af dóti frá

honum í bakpoka hjá mér. Svo sofnaði ég og vissi ekki hvaða tími dags var þegar ég vaknaði.

Það var einskonar karnival á Laugarvegi. Ég spurði fólk hvað klukkan var.

Allt í einu var ég að vinna mynd, maður í hjólastól kom, hann skildi ekki hvað ég var að gera.

Ungi rapparinn  hafði síðan stolið kortinu mínu og pantað eitthvað. En hann var ekki með

leyninúmerið, svo færslan fór ekki í gegn. Síðan var ég með Alessandro,

hann bjó á eyju sem lág á milli tveggja landa.

Þar var líka Daníel í Ný dönsk, hann sagði mér að hann ætti margar konur.

Ég horfði ofan á eyjuna. Þar var ég með skissubók með mikið af teikningum af höndum.

——————————————————————————————————

27.01. 2013

Mig dreymdi að ég gaf Hörpu dagbók sem ég og Sól höfðum áður notað.

Marsibil var þarna og við vorum að

segja henni frá spennandi stöðum í Berlin. Ég talaði um hvað hún liti vel út.

Harpa talaði um að strákur sem að við þekkjum væri ekki að nota ilmvatn frá Katrínu.

Harpa sagði að hún hafi ekki fundið þá lykt af honum.

Ásta og Júlla voru þarna líka, við rifjuðum upp Berlínaferð.

Við höfðum verið þar í þrjá daga.

Þar fórum við á tónleika og í fatabúðir.

Einnig í sundlaug sem líktist fyrstu sundlaugunum hér á Íslandi.

Í draumnum mátaði ég kjól sem ég hafði áður prufað, þá passaði hann á mig,

en ég fílaði hann ekki.

Nú þegar ég mátaði hann aftur var hann ekki til í mínu númeri.

Hann var of lítill.

—————————————————————————

23.01. 2013

Dreymdi tvo litla hunda í nótt.

Ég var líka í sendiferðabíl sem þurfti að stöðva af því að hurðin sveiflaðist til.

Hespan sem hélt bílhurðinni aftur var brotin.

Ég bjó tímabundið með pabba Gautaog bræðrum.

—————————————————————————————-

12.01. 2013

Mig dreymdi að ég var með hund inná mér. Hann sat klofvega yfir mér.

Stundum lak hann niður og ég horfði á hann undir kápunni.

Hann sat síðan bundinn, ólin hans var flækt við ró en það var létt að leysa hann.

Allt í einu var ég stödd í leikriti hjá Rúnari Guðbrandssyni sem var sýnt út á hraðbraut.

Leikhópnum var skipt í tvær fylkingar. Annar gekk á hraðbraut hinn á aðrein sem mættust.

Hópurinn talaði  saman þegar hann hittist.

Draumurinn skiptir um svið ég var inni í eldfjalli þar sem barn var að fæðast upp úr holu í jörðinni.

Þetta var mitt barn.

Valur og Ella voru þar líka.

Í draumnum var ég að hugsa um námsferil hennar.

————————————————————————————————————-

3.01. 2013

Mig dreymdi að ég væri að mála loftmynd.

var hátt uppi á stiga með litakubba.

—————————————————————————————————-

2.01. 2013

Dreymdi í nótt að oddný systir mín hefði gefið mér rauða skólatösku úr leðri.

í fremsta hólfinu var stimpilmerki sem á stóð Loftleiðir með merkingunni 111 á tveimur stöðum.

Þar var líka box með tannstönglum.

Síðar í draumnum var ég með performans,

ég lá upp í sófa og las og talaði.

Við hlið mér lýsti yfirlesari bókina sem ég var að lesa.

Þarna var einnig íslenskufræðikennarinn Berglind.

——————————————————————————————————-

Ég er mikið að hugsa um Jesus þessa dagana.

———————————————————————————-

1.01. 2013

Mig dreymdi að Bjarni Ben var í heimsókn hjá okkur Gauta.

Þetta er fyrsti draumurinn sem að mig dreymir á nýju ári 2013.

Hvað veit þetta á?

——————————————————————————————-