Myndverk

Myndverk unnin í blek, vatnsliti á árunum 2021 – 2022 Sýndar á samsýningum Gallerý Phenomenon og ASÍ

Hljóðlaust ljóð

2012 Þjóðleikhúskjallarinn Leikhús Listamanna Leikendur: Saga Sigurðardóttir: Rómantíkin, Gísli Pétursson: Ungi dansarinn, Ármann Reynisson: Skuggi Ingibjörg Magnadóttir: Sú sem les í ljóðin Ármann situr í horni vinstra megin sviðs. Gísli bíður bak við tjöldin hægra megin. Saga og Ingibjörg liggja hlið við hlið á gólfinu. Saga startar gjörningum með Butha dansi, hægur dans. Ingibjörg stendur …

Þegar hún sefur er hún að vinna

2021 Tunglútgáfan og Sequences „Þegar hún sefur er hún að vinna“ Grótta Fram komu: Harpa Arnardóttir og Ingibjörg Magnadóttir og Ingi Garðar Erlendsson Harpa: Ég var að vinna, en það var alltaf verið að banka. Það var einhver sem vildi að ég væri að vinna annarsstaðar. Vinna hérna. Ingibjörg: Hérna megin? En þín vinna var …

Opera of her, spring

2018 Samið fyrir Nýlókórinn, frumflutt í Nýlistasafninu  Kórinn: Tekur undir ómstríðar stunur, þær lengjast. Andað er frá sér í gegnum opinn munn: Haaaaaaaaaaa, haaaaaaaaaa. Haaaaaaaaaa, haaaaaaaaaaa, haaaaaaaaaa, Haaaaaaaaaa, Haaaaaaaaaa, (Andardrátturinn breytist smá saman í): Je T’aime, je T’aime , je T’aime, je T’aime. Je T’aime, je T’aime , je T’aime, je T’aime.  Je T’aime, je …

Woman in Love

  2018 Beyond human impulses í samstarfi við A-Dash og Cheap art  Aþena Grikkland Ingibjörg teygir sig í átt að Bryndísi og blæs vaipe gufu í gegnum hendur sínar Bryndís: Run for the hills, run for your life. Ingibjörg lyktar af liljum, dettur í gólfið.

Rökrásin

  2014 Útvarpsleikhúsið RÚV Leikstjórn: Harpa Arnardóttir        Eldri hjón, sem hafa ekki farið út úr húsi í þrjátíu ár, hafa ákveðið að opna útvarpsstöð.Ólöglega útvarpsstöð. Þau gefa henni nafnið Rökrásin og er hún í loftinu núna. Opið er fyrir símann allan sólarhringinn og inn hringja sálir, pör, sem eiga það sameiginlegt að …

Mamma og hurðin á milli okkar

2013, ReMap 4. Ferðasýning MALTA CONTEMPORARY ART Ingibjörg: Ég var að hugsa, ég var að spá… Steinunn:  …Hvað? Ingibjörg:  Ekki neitt. Steinunn:  Þarf ég að banka aftur, ég er móðir þín. Ingibjörg:  Já, bankaðu aftur.  Steinunn: Sefur þú með lokaðan glugga? Það á að gusta, gusta í gegn. Þú veist að svefninn er besta lækningin. …

Flæðarmál

2014 Ljóðabók Flæðarmál Innsæið, útsærinn í mér, það hamrar, fer ekkert, stoppar ekki og það sagði mér sláttur, þéttur, þýða, þíða upp tunguna, það sagði að allt væri gott sem kæmi úr sjónum og ég vissi og ég sá og ég horfði á tauma sem líða inn og ég veit en gættu að þér, vont …

The Couple

2014 Steirischer herbst – Forum Standtpark Graz  Parallel Borders / Monuments & Shrines to Capitalism Stíflökkuð sæng Karlmaður sem liggur undir hrúgu af laufum The performance takes place in the garden outside  the Forum Stadtpark and some parts of the props will be inside the Stadtpark. We will see a duvet through the window that points …

Distanza

2015 Stuttmynd um tengingar milli þriggja einstaklinga. Handrit og leikstjórn Ingibjörg Magnadóttir Tökumaður og klipping Fabio Marcheggiani Framleiðendur NUA og Little Constellation Tungumál: Ítalska, lengd 10.mín Tekin upp í San Marino 2014     

IsdanskPuls

2014 Kaupmannahöfn Sýnt  í  Warehouse 9, Nikolaj Kunsthal og Litteraturhaus Sýningartími 35.mín Unnið í samstarfi við Marie Hauge          

THE DISTANT

2013 Athens Parallel to the Athens Biennial and organized by ReMapKM Gjörningur um tengsl móður og dóttur Leikstjórn: Natalia Avlona     Brot úr texta Older Woman: Do you remember when I felt like this? (A man crawls over the floor and goes into a corner)  Woman: Do you think we have been left behind? Older …

Útvarpsþáttagerð

2006  RÚV. Þáttarröðin á sumarvegi: Ekkert í þessum heimi snertist. 2008  RÚV. Fimm Íslenskar myndlistarkonur 2011  RÚV.“Elsku vinir mínir” Útvarpsgjörningur            

Það velur sig sjálft saman

2011 Þjóðleikhúskjallarinn “Leikhúsi Listamanna” Gjörningurinn var fyrsti þáttur af fjórum í hjónagjörningnum.   Fjórleikur “Það velur sig sjálft saman” – Þau gifta sig “Panik óskar sér” – Hjóna líf “Angistin í núinu” – Þau skilja “Plantan Elskar “ – Hann deyr Leikendur: Ragnar Ísleifur Bragason: Hann Ingibjörg Magnadóttir: Hún Saga Sigurðardóttir: Hún á sama tíma/framtíðinni …

Panik óskar sér

2011 Frumflutt í Leikhúsi Listamanna Þjóðleikhúskjallinn 2011  “Wonderland” Riff (Reykjavík film festival) Iðnó. Þriðji þáttur af fjórum í hjónagjörningi sem fjallar um konu sem hittir sjálfan sig úr framtíðinni. Leikendur: Ragnar Ísleifur Bragason:  Hann Ingibjörg Magnadóttir:  Yngri Hún Steinunn Guðlaugsdóttir:  Eldri Hún    

Angistin í núinu

2010 Frumflutt: Malta Contemporary Art Foundation Hún á mann – fyrrverandi mann sem er töluvert eldri en hún. Á gólfinu er grá motta – motta eins og sést á opinberum stofnunum. Tissjúbox svo hægt sé að gráta. Brúnn bréfpoki og stóll. Í einu horninu er svartur plastpoki sem er opinn. Inn í honum er manneskja, …

Ber að neðan

2001    Listasafn Reykjavíkur. Safnaði saman fólki sem var til í að vera bert að neðan og rýmja og gefa frá sér stunur. Það spurðist út að fólk yrði bert að neðan í safninu. Mikill fjöldi kom að horfa á gjörninginn, verkið vakti lukku og var ansi hressandi.

Upplestrar og videóljóð

2006 Nýhil Ljóðakvöld og Listahátíð Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur. Orðið Tónlist Fjölljóðahátíð. Videoljóð Þar “segi” ég, en það þýðir að ég kem fram með óskifaðan texta. Konan sem “sagði” þetta kvöld, var að spyrja sig að því hvort að það væri rétt að kona þyrfti sjö menn til að jafna sig á einum. Hún fór yfir …

Þögnin, klisjan og óttinn

2010 fabbrica del vapore, Milan – Mílanó Ítalía  Il silenzio, il cliché, la paura Visione d’amore  (Þögnin,  Klisjan, Óttinn)  a wison of Love  Gjörningurinn er ljóðrænn, örvæntingafullur og er fluttur á hægu tempói. .Leikarar: A -Kona á aldinum 72-82 ára B -Maður á aldrinum 72 og upp C -Kona á aldrinum 50 -60 ára helst leikkona, eða afskaplega …

Tv Afríka

2007   Ballhaus Ost “Performance Kunst Nacht” / Berlin Þýskaland Í samstarfi við Kristínu Eiríksdóttur

Zen dómarinn

2009 Zen Dómarinn,  Jóladagatalið Norrænahúsið   Leikarar: Zen Dómari: Haraldur Jónsson. Öryggisvörður: Karl Gauti. Kona undir sæng: Ingibjörg Magnadóttir Brot úr Fyrirlestri  Öryggisvörður hleypir fólki inn í fyrirlestrarsalinn, rennir moppu yfir smá blett áður en hann vísar Zen dómaranum inn í sal. Á gólfinu liggur kona undir hvítlakkaðri sæng. Fyrir framan hana er sjónvarpstæki. “Þú …

Þrír gjörningar

2005 Leikhúsgjörningar í Tjarnarbíói  Í samvinnu við  Kristínu Eiríksdóttur Fluttningur : Einn klukkuutími, þrír gjörningar Kvenprestur: Fyrst fluttur fyrir Norænu ráðherranefndina í Norrænahúsinu. Blindar sýna :  Fyrst fluttur í Nýlistasafni Íslands Kynlífsgjörningur :  Frumflutningur í Tjarnarbíó Til samstarfs við okkur fengum við : Hörð Bragason, orgelleikara Grafarvogskirkju og hljómsveitarmeðlim í Apparat Davíð Örn, Myndlistarmann Curver …

The Island

          2011 -2012 Í THE ISLAND er sjónum beint að einangrun í nútímasamfélagi. Í verkefninu er leitast við að kanna mörk og mæri milli einstaklinga, einmanaleikann og þrána til að deila rými og tíma með öðru fólki. Segja má að efnistökin tengist því markmiði verkefnisins að skapa rjúfa mörk milli listgreina, …

Slúnkaríki

2004 Slúnkaríki   Kona með páfahatt er niðurgrafin í rýminu hún fer með þulur Gólf og loft tengjast. Mikið af slæðum

Shopping and Fucking

2000 Nýlistasafn Íslands   Ég að gefast upp á að vera manneskja. Hræddur draugur sem reynir að hræða aðra Kona gefur fuck merki en þorir ekki að sýna andlit sitt        

Pakkhús postulana

2006 Listasafn Reykjavíkur Í samvinnu við Kristínu Eiríksdóttur Löngun okkar var að búa til leikhús/Performanshús inni í Listasafni Reykjavíkur . Performanshúsið afmörkuðum við með drapperingum. sem voru á rennum í loftinu og gáfu þannig tækifæri til að opna “leikhúsið” og færa upp innsetningar. Inn í þetta litla leikhús fengum við til samstarfs aðra listamenn úr …

Óopnanleg

2004 Vooriths Genth, Belgíu. „Haunted“ Öfug regnhlíf föst við gólfið Vídeo af mér að dansa ofan á sjónvarpinu var stórt peð Vídeo af mér fastri inn í risapoka/púða      

Leikhús listamanna

2004 Stofnað Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ástrós Elísdóttir og fleiri óvæntir gestir hafa sett upp nýleg verk á sviði Þjóðleikhúskjallarans. Uppsetningin verður nokkurs konar blanda af  “Soirée” eins og það var kallað í París á sínum tíma, og “Leikhúsi Listamanna”. Kvöldstund þar sem listamenn deila nýlegum verkum  …

Holdkórinn og hulduorkan

2006 Flutt Safn Sequences  Eftir Ingibjörgu Magnadóttur og Kristínu Eiríksdóttur Unglingar horfa á áhorfendur gegnum glerið, týnast svo út fyrir. Þau tala ísl-ensku.  Böddi spilar Lág stillta óperu, Imma og Stína: Imma situr á stól, Stína liggur. Hjón sitja aftarlega (hjónaportrett). Hönd konu á apapúls mannsins. Dansinn okkar hefst, Imma stendur, Stína engist, Böddi byrjar að spila. Kafaragaurinn ryður sér …

Ekkert er fullkomið

2000 “ No Name Bullshit Theater” Evrópska leikhúshátíðin IETM Partar og bútar úr gjörningasamstarfi Sófakelerí, kelað í litlum sófa í kjallara í vesturbænum. Vídeó í samstarfi við Egil Sæbjörnsson og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur

Ég er fræg

2010 Nýlistasafnið Opnunarhátíð fyrir nýja staðsetningu safnsins Jónína Guðmundsdóttir hip hop kona eldri Ingibjörg Magnadóttir hip hop kona yngri Jónína og Ingibjörg sitja á stólum með bakið frá hvor annarri. Ingibjörg stendur upp og dansar við lagið „You got the Love” eftir að dansinum líkur sest hún aftur á stólinn. Jónína stendur upp af stólnum …

Bæjarblokkin

2002 Menningarnótt Gámablokk með uppákomum, vídeóverk, skúlptúrar, gjörningar, tónleikar, dj og kór. Í samstarfi við Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Bjargeyju Ólafsdóttur og Gunnhildi Hauksdóttur  

Háveruleiki

 2002 Regnboginn  Bíómyndin Háveruleiki er leikin bíómynd í fullri lengd ásamt videoverkum eftir höfunda. Listaverk í Bíómyndaformi. Háveruleiki er listræn kvikmynd þar sem kvikmyndaformið er tekið til endurskoðunar. Í raun má segja að myndin sé á landamærum myndbandsverks og kvikmyndar. Myndin fjallar um þrjú ástarsambönd sem eru að liðast í sundur fyrir áhrif sértrúarsafnaðar sem …

Helgidómurinn

2004 Listasafn ASÍ Fjögur skúlptúr verk “Hella myrkri” Svört ull sem vellur út úr körfu “Páfinn” Brúða sem nær upp í loft “My own monkey business” Skott sem skvettist upp á vegg með regnhlíf “Kirkjugluggaverk”  Málaðir gluggar

Föðurmorð og Nornatími

2006 Norræna Húsið Hljóð – “það er ekkert á bak við hlutina” Túlkun á tíma. Eitthvað sem vellur. Tómarúm, svarthol, þunglyndi. Slæður, Vatn, Steinar, gamalt. Mold. Hrísgrjón. Sýningarstjóri: Valur Brynjar Antonsson      

Watervatn

2007 La Biennale Di Venezia 52nd Skúlptúr og teikningar unnar með Steingrími Eyfjörð fyrir sýninguna hans “The golden plover has arrived” Steingrimur Eyfjörd: Watervatn (exhibition view),  í samstarfi við Ingibjörg Magnadóttir Water, bottles, plexi-glass, toy model paint, cloth 44,5 x 38 x 25,6 cm    

Elsku vinir mínir

2009 Flutt í Iðnó á Sequences   Gjörningurinn um ástina, trúna og er myrkur, þungur. Verkið er mest á hægu tempói og er ljóðrænt. Leikarar: Steinunn Guðlaugsdóttir: Vangadans, dans í laki, grátur á gólfi Harpa Katrín Gísladóttir og Ívar Kolbeinsson: Móðir með barn á brjósti. Kolbeinn Marteinsson: Ástarsamræður, vasaklútsatriði. Melóna í gólfið. Magnús Jensson: Vangadans, …

The Commitment

2009 Gallery Neon Campbase, Bologna Ítalía Gjörningurinn var í fyrirlestra formi. Hann byrjaði á hljóðupptöku sem var spiluð úr lokuðu herbergi. Á hljóðupptökunni mátti heyra í Ítölskum hjónum lokuðum inn í herbergi. Á meðan bað Zendómarinn fyrir áhorfendahópnum. Hann var komin þarna til að fjalla um sambönd og hjartað (sjá textabrot úr gjörningi). Fyrir framan …