2002 Regnboginn 

Bíómyndin Háveruleiki er leikin bíómynd í fullri lengd ásamt videoverkum eftir höfunda. Listaverk í Bíómyndaformi.

Háveruleiki er listræn kvikmynd þar sem kvikmyndaformið er tekið til endurskoðunar. Í raun má segja að myndin sé á landamærum myndbandsverks og kvikmyndar. Myndin fjallar um þrjú ástarsambönd sem eru að liðast í sundur fyrir áhrif sértrúarsafnaðar sem kallar sig Háveruleika. Farið er inn í marglitað sálarlíf persónanna og veruleikinn er í raun víðsfjarri. Heimur kvikmyndarinnar tengist þeirri lífssýn sem sértrúarsöfnuðurinn Háveruleiki hefur myndað sér. Myndin er kaldhæðin og í senn ljóðræn sýn á leit manneskjunnar að einhvers konar lífssannleika. Línulegur söguþráður er allur í molum og myndin er drifin áfram af draumraunsæi. Myndin er lofgjörð til ímyndunaraflsins og markmið hennar er að taka áhorfendur til endimarka skilningsins. Kvikmyndin er framleidd af hópi listamanna sem starfa í sjónlista, tónlistar, kvikmynda og leikhúsgeiranum sem kalla sig „Hin Dýra List”. Markmið hópsins er að búa til kvikmyndir sem aldrei gætu verið framleiddar af hefðbundnum framleiðslufyrirtækjum.

„Háveruleiki“ er fyrsta kvikmyndin sem hópurinn framleiðir.

Handrit skrifað sumarið 2002 af Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Ingibjörgu Magnadóttur styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands.

Leikstjórar og handritshöfundar : Ingibjörg Magnadóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Kvikmyndataka: Jón Atli Jónasson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir og Ragnar Kjartansson

Klipping: Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir

Framleitt af hópnum „Hin dýra list”, meðlimir: Benedikt Erlingsson, Laufey Elíasdóttir, Jón Atli Jónasson, Ragnar Kjartansson, Ingibjörg Magnadóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir.

Leikarar:

Geðlæknir og transvestite:Benedikt Erlingsson

Kona í leit að hjálp: Laufey Elíasdóttir

Cult leiðtogi: Ragnar Kjartansson

Kynlífsfíkill og dansari: Ingibjörg Magnadóttir

Kærasti: Egill Sæbjörnsson

Dagbjört: Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Kærasti Dagbjartar: Jón Atli Jónasson

Aldur 10 ára: Curver Toroddsen

Mamma: Guðrún Ásmundsdóttir

Pabbi: Magni R Magnússon

Mamma: Steinunn Guðlaugsdóttir

Fréttamaður 1: Jón Hallur

Fréttamaður 2: Jón Óttar Ragnarsson

Cult klúbbur: Guðmundur Oddur

ásamt tug aukaleikurum.

Hljóð: Curver Thoroddsen. Myndlistar og tónlistarmaður

Frumsýning á verkinu var  2008 í Regnboganum

Markmiðið með sýningunni er að færa myndlist inn í kvikmyndagerð.