2009 Zen Dómarinn,  Jóladagatalið Norrænahúsið

 

Leikarar: Zen Dómari: Haraldur Jónsson. Öryggisvörður: Karl Gauti. Kona undir sæng: Ingibjörg Magnadóttir

Brot úr Fyrirlestri 

Öryggisvörður hleypir fólki inn í fyrirlestrarsalinn, rennir moppu yfir smá blett áður en hann vísar Zen dómaranum inn í sal. Á gólfinu liggur kona undir hvítlakkaðri sæng. Fyrir framan hana er sjónvarpstæki.

“Þú getur ekki neytt nokkurn til að ræða málin á þeim tíma sem þér þóknast. Manneskjan hefur alltaf rétt á að segja: ég er ekki tilbúin að ræða þetta núna”

Hann drýpur höfði

“Ég þarf stöðugt að mæla hjartsláttinn, efri og neðri mörk. Mæli hjartsláttinn yfir nóttinaog allan daginn.”

Inn á milli andar hann og horfir á fólkið

“Guð mun sækja þig. Hamingjan er fólgin í því hvernig þú horfir á annað fólk og sjálfan þig.Vertu stoltur af því hver þú ert. Hamingjan.”  Á skjánum er videobrot af konu sem biður. Hún er örvæntingarfull og bænirnar líka.

 Zen Dómarinn heldur áfram.

“Ekkert í þessum heimi snertist. Geturðu horft djúpt inn í augu mín”

Hann stoppar.

“Viltu vinsamlegast horfa í augun mín? Viltu athuga hvort ég sé sorgmæddur? Hvað er þarna ? Handan hyldýpisins, hvað er þetta? Af hverju Guð ? Leyfðu mér að snerta þig Guð. En ekki í gegnum sársaukann.