2014 Útvarpsleikhúsið RÚV Leikstjórn: Harpa Arnardóttir
Eldri hjón, sem hafa ekki farið út úr húsi í þrjátíu ár, hafa ákveðið að opna útvarpsstöð.
Ólöglega útvarpsstöð. Þau gefa henni nafnið Rökrásin og er hún í loftinu núna. Opið er fyrir símann allan sólarhringinn og inn hringja sálir, pör, sem eiga það sameiginlegt að vera föst í samböndum, föst í hringrás árstíða, líkt og öldruðu hjónin sjálf sem reka stöðina.
Persónur:
STEINUNN: Ung kona heima hjá sér
DAÐI: Ungur maður heima hjá sér
AUÐUR: Kona vel yfir miðjum aldri á hótelherbergi
HELGI: Maður vel yfir miðjum aldri á hótelherbergi
INGVELDUR: Rúmlega sjötug – Eigandi útvarpsstöðvar
ÞÓRHALLUR: Rúmlega sjötugur – Eigandi útvarpsstöðvar
RÖDD EITT: Þórhallur
RÖDD TVÖ: Ingveldur
Hljóðheimur: Gelt, ýlfur, slef, hlaupandi hundar. Hávært fuglagarg. Háir tónar úr óperum. Fugla og óperuhljóð sem koma saman. Berar fætur sem labba í drullu, grashljóð, stráhljóð. Vatnshljóð. Vatnsleki, hljóð úr rafmagnsrofa. Vindhljóð á toppi fjalls. Fótatak.
Kurr í hálsi, kökkur í hálsi, kverkaskítur. Ljóðaupplestur. Móðir mín, (ath: plötu hjá mömmu, endurtekið oft, setningin móðir mín). Ljóðalestur eins og ljóð voru lesin í gamla daga. Sum ljóðanna í verkinu lesin á klunnalegan máta. Tregasöngur úr fjallinu eða úr skóginum. Hljóð innan úr fjallinu.
Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gíslason, Guðrún S. Gísladóttir, Kristján Franklín Magnús, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson. Kristín Anna Valtýsdóttir samdi tónlist við verkið en hljóðvinnslu annaðist Einar Sigurðsson.
Tónheimur : Kristín Anna (Kría píanó)
Hljóðvinnsla : Einar Sigurðsson
Leikstjóri : Harpa Arnardóttir