2013, ReMap 4. Ferðasýning
MALTA CONTEMPORARY ART
Ingibjörg: Ég var að hugsa, ég var að spá…
Steinunn: …Hvað?
Ingibjörg: Ekki neitt.
Steinunn: Þarf ég að banka aftur, ég er móðir þín.
Ingibjörg: Já, bankaðu aftur.
Steinunn: Sefur þú með lokaðan glugga? Það á að gusta, gusta í gegn. Þú veist að svefninn er besta lækningin. (Skruðningar). Það þarf að gusta, ef vel á að vera.
(Ingibjörg opnar alla glugga, liðast hægt um)
Steinunn: Og gustar?
Ingibjörg: Það gustar, ég hreyfist.
Steinunn: Gott!
Ingibjörg: Ertu uppi á lofti?
Steinunn: Nei.
Ingibjörg: Ha? Hvar ertu?
Steinunn: Ég er bak við hurðina, finnurðu ekki fyrir mér?
Ingibjörg: Vorum við skildar eftir?
Steinunn: Það verður ekkert eftir. Það á að Gusta, það á allt að hreyfast.
(Steinunn kemur fram í stofu. Ingibjörg fellur í gólfið og Steinunn fer niður á hné sér).
Steinunn: Þú hefur dansað of lengi ein.
(Ingibjörg stendur upp, kveikir á upptökutæki og spilar setningu af tækinu. Gauti kveikir á tónlist (How fragile we are) kemur inn hægt og rólega. Móðir og dóttir dansa út lagið).