2006 Listasafn Reykjavíkur

Í samvinnu við Kristínu Eiríksdóttur

Löngun okkar var að búa til leikhús/Performanshús inni í Listasafni Reykjavíkur .

Performanshúsið afmörkuðum við með drapperingum. sem voru á rennum í loftinu og gáfu þannig tækifæri til að opna “leikhúsið” og færa upp innsetningar.

Inn í þetta litla leikhús fengum við til samstarfs aðra listamenn úr hinum ýmsu geirum sem og almenning.

Sýningarnar voru á tveggja vikna fresti. En hver gjörningur er fluttur tvisvar, sem setti leikhúsblæ á gjörninga

Sannkölluð rannsókn á þeim mörkum sem greinir að leikhúsið, gjörninginn og myndlistina.

Suma daga stóðu innsetningar, sem var svo aftur breytt i leikhús. Þetta er verk var á hreyfingu.

Meðal þeirra sem fram komu : Dómari, kvenprestur. Gamall sálfræðingur, framtíðarverur, undirvitundin og margir fleiri.

Gestir sáu meðal annars: Bænahöld. Dans. Kynlífsrannsóknir. Tónlist sem og tónlist spiluðu stóran þátt í sýningunum.

Innsetningar og leikmyndir

Það er trú mín að skilin milli leikmynda annars vegar og innsetninga hinsvegar séu afar ógreinileg. Það var okkar ásetningur er að vinna með þessi óljósu mörk og jafnvel ef vel tækist til að gera þau enn óskýrari.

Myndlistarmenn vinna stöðugt með “props” sem þjóna hugmynd og á endanum sýningunni sjálfri. Þetta á líka við leikmyndahönnuði. Þess vegna vildum við láta props úr gerningi verða að innsetningu.