English below

Ingibjörg Magnadóttir vinnur með texta á margvíslegan hátt og hefur notað hann meðal annars í þróun leikhús-tengdra verka, sem sameina svið gjörningsins, hefðbundins og tilraunakennds leikhúss. Hún skrifar sjálf handrit verka sinna, ýmist ein eða í samstarfi við aðra listamenn, og leggur áherslu á að sýningin sé heildarverk, þar sem sviðsmynd, búningar, texti, hreyfingar og hljóð eiga jafnan þátt í að skapa upplifunina.

Viðfangsefni verka Ingibjargar eru gjarnan tengd hugmyndum um almættið, og  tengsl mannsins við hið andlega svið og tengsl hans við sjálfan sig og aðra. Hún vinnur með klassísk efni – ástina, dauðann, sorgina, óttann og tilfinningaróf mannsins.

Ingibjörg Magnadóttir útskrifaðist með B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og síðar nam í leikhús-skólanum Akademi for scenekunst í Fredriksstad í Noregi árið 2002. Árið 2015 lauk hún M.A námi við HÍ í Ritlist með áherslu á leikritun.

Ingibjörg hefur haldið fjölda sýninga, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, s.s. í Listamiðstöðinni Bozar í Brussel, Belgíu, í alþjóðlega listverkefninu Little Constellations, sem sýnt hefur verið í Mílanó og Bologna á Ítalíu, Pakkhús postulanna í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi, og á sýningum í Nýlistasafninu. Þá hefur hún tekið þátt í ýmsum verkefnum s.s. Performance Kunst Nacht, Ballhaus Ost í Berlin, Þýskalandi, Lilith Performance Studio í Malmö, Svíþjóð, Malta Contemporary Art Foundation og í Safni; samtímalistasafni Péturs Arasonar, á Sequences Listahátíðinni í Reykjavík.

English

She wants to combine disciplines to make a theatre where the writer and the stage designer are performing, where props becomes a sculpture and where the performance escapes the gallery setting onto the theater stage. Ingibjörg intends to break down the hierarchy in conventional theater by using unusual methods. She is a visual artist that uses the role of the actor, playwright and the director as material in the same fashion as a visual artist uses clay or painting. Her choice of mixing trained professional actors and ordinary people in her performances can be very surprising and realistic. Her prose is oftentimes very poetic and moving since she is dealing with universal feelings that touch one deep down to the marrow.  Music and sounds are essential to her performances as are colors and textures. The outcome is a  very picturesque and vivid performance. A recurrent theme in her works is God using the  Universe as the gate.