Hljóðlaust ljóð

Leikhús Listamanna

Þjóðleikhúskjallarinn 2012

Leikendur:

Saga Sigurðardóttir : Rómantíkin, Gísli Pétursson: Ungi dansarinn, Ármann Reynisson: Skuggi, Ingibjörg Magnadóttir: Sú sem les í ljóðið

Ármann: Situr í horni vinsta megin sviðs. Gísli: Bíður bak við tjöldin hægra megin.

Saga og Ingibjörg: Liggja hlið við hlið á gólfinu.

Saga: Startar gjörningum með Butha dansi, hægur dans. Ingibjörg: Stendur upp og kemur inn í dansinn hjá henni. Gísli: Skríður undan tjöldunum inn á svið og stendur upp. Hann hristist hratt, litlar hreyfingar.Tekur síðan nokkur spor og hopp á staðnum en á endanum festist hann í einu ákveðnu spori sem hann heldur. Ingibjörg: Hættir þá að dansa og labbar til Ármanns og tekur fyrir augun á honum. Gísli: Breytir sporinu í nýtt spor um leið og Ingibjörg tekur um augun á Ármanni og kyssir hann á munninn. Labbar síðan fram á sviðbrún og stingur hendi í gegnum bók.

Saga: Labbar að Gísla og kyssir hann á kinnina og ælir rósablöðum. Gísli: Opnar munninn eins og að hann vilji öskra en geti það ekki. Skríður svo sömu leið til baka. Saga og Ingibjörg: Faðmast og kyssast.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *